Körfubolti

Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LeBron James virðist hafa íhugað að færa sig um set í sumar.
LeBron James virðist hafa íhugað að færa sig um set í sumar. vísir/Getty Images

LeBron James er sagður hafa íhugað að semja við Dallas Mavericks áður en hann ákvað að taka eitt ár til viðbótar hjá Los Angeles Lakers.

Hinn fertugi LeBron James er einn besti körfuboltamaður allra tíma. Hann er áfram leikmaður Los Angeles Lakers en talið er næsta víst að komandi tímabil verði hans síðasta á ferlinum. Hann hefði getað samið við önnur félög í sumar en ekki fyrir jafn háa upphæð og honum stóð til boða hjá Lakers, 52 milljónir Bandaríkjadala – 6.3 milljarðar íslenskra króna.

The Athletic greinir frá að áður en LeBron skrifaði undir það sem gæti verið hans síðasti samningur í NBA-dieldinni hafi hann íhugað að semja við Dallas Mavericks. Góðvinur hans Anthony Davis er leikmaður Dallas í dag eftir að hafa verið skipt þangað fyrir Luka Dončić á síðustu leiktíð.

Koma Luka til Los Angeles þýðir að Lakers er farið að huga að næstu árum og LeBron er ekki lengur andlit félagsins, eða deildarinnar. Dallas hefur því heillað en ásamt Davis er Kyrie Irving, fyrrverandi samherji LeBron, í stóru hlutverki sem og liðið sótti Cooper Flagg með 1. valrétti í nýliðavalinu á dögunum.

Á endanum samdi LeBron í Los Angeles og þó Luka sé með lyklana er hið fertuga ólíkindatól til alls líklegt á komandi leiktíð.


Tengdar fréttir

James tekur einn dans enn í það minnsta

Hinn fertugi LeBron James hefur ákveðið að virkja eins árs framlenginu á samningi sínum við Los Angeles Lakers en hann er launahæsti leikmaður liðsins og mun þéna 52,6 milljónir dollara á komandi tímabili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×