Körfubolti

Svona er riðill Ís­lands í undan­keppni EM

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sara Rún og stöllur í landsliðinu eru á leið til Serbíu og Portúgals.
Sara Rún og stöllur í landsliðinu eru á leið til Serbíu og Portúgals. Vísir/Hulda Margrét

Dregið var í riðil Íslands fyrir komandi undankeppni EM kvenna í körfubolta árið 2027 í dag. Ísland dróst í eina riðilinn sem inniheldur aðeins þrjú lið.

Stelpurnar okkar drógust í G-riðil undankeppninnar ásamt Portúgal og Serbíu. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki en G-riðillinn er sá eini sem inniheldur ekki lið úr neðsta styrkleikaflokknum.

Serbía er úr efsta styrkleikaflokki og er á meðal sterkari liða en Portúgal meðal lakari liða úr öðrum styrkleikaflokki.

Komandi Evrópumót 2027 fer fram í Belgíu, Finnlandi, Litháen og Svíþjóð en um er að ræða fyrri hluta forkeppninnar. Leikir Íslands fara fram í nóvember 2025 og mars 2026.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli ásamt þeim þremur liðum sem ná besta árangri í þriðja sæti komast í seinni hluta forkeppninnar.

Leikirnir í nóvember verða að líkindum fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara, hins finnska Pekka Salminen, sem tók við af Benedikt Guðmundssyni í mars.

Riðlarnir í undankeppni EM:

  • A-riðill
  • Bosnía
  • Ísrael
  • Lúxemborg
  • Írland


  • B-riðill
  • Slóvenía
  • Lettland
  • Holland
  • Eistland


  • C-riðill
  • Slóvakía
  • Pólland
  • Rúmenía
  • Kýpur


  • D-riðill
  • Bretland
  • Sviss
  • Noregur
  • Austurríki


  • E-riðill
  • Svartfjallaland
  • Úkraína
  • Búlgaría
  • Aserbaídsjan


  • F-riðill
  • Grikkland
  • Króatía
  • Danmörk
  • Norður-Makedónía


  • G-riðill
  • Serbía
  • Portúgal
  • ÍSLAND



Fleiri fréttir

Sjá meira


×