Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 08:04 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er að setja saman nýtt lið og vill fá Alexander Isak sem fremsta mann. Getty/Yu Chun Christopher Wong/George Wood Liverpool hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar og keypt hvern stjörnuleikmanninn á fætur öðrum. Englandsmeistararnir eru samt ekki hættir og það vekur upp spurningarmerki hjá mörgum. Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira