Mál Ágústs Ólafs ekki tekið til frekari athugunar á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 20:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017. Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017.
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?