Bílastæðin skipta máli Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Í Reykjavík eru 104 þúsund skráðar fólksbifreiðar og 176 þúsund bílastæði skráð á Bílastæðasjá. Í miðbænum rekur Bílastæðasjóður sjö bílastæðahús með 1.086 bílastæðum. Þegar greinin er rituð um laugardagseftirmiðdegi eru 63% þeirra stæða laus. Utandyra er 3.671 gjaldskylt bílastæði. Ofan á þetta bætast einkarekin bílastæðahús, til dæmis í Hörpu (454), Höfðatorgi (1.300) og Hafnartorgi (1.160). Bílastæði taka hvorki meira né minna en 25,8% af landsvæði Reykjavíkur og skráðum bílum fjölgar hraðar en íbúum í Reykjavík. Tilgangur bílastæða er að geyma bíla þegar þeir eru ekki í notkun. Því nær áfangastað farþega, því hentugra, þar sem það dregur úr þörf fyrir göngu og styttir heildarferðatíma. Bílastæðin sem eru næst inngöngum fyllast yfirleitt fyrst og ökumenn fórna oft eigin tíma og akstri til að freista þess að næla sér í eitt slíkt stæði í stað þess að leggja lengra í burtu. Það er fátt sem gleður augað fyrir gangandi á ferð um bílaplön og ekki hjálpar mengun, hávaði og umferð þeirra sem hafa ekki gómað gott stæði. Fólk hreinlega dýrkar að fá gott bílastæði, sérstaklega fyrir framan World Class í Laugum. Skjáskot úr bílastæðavefsjánni. Fólksbifreiðar sitja ónotaðar 95% af líftíma sínum. Bílastæðaþörfin hefur þó meira með þægindin að gera; þ.e. hversu líklegt það er að laust bílastæði sé nálægt áfangastað bílstjórans — sem er yfirleitt inngangur ýmiss konar bygginga. Þess vegna eru 1,7 bílastæði á hvern skráðan bíl í Reykjavík. Að auki þarf Reykjavík að taka á móti bílum frá nærliggjandi bæjarfélögum oftar en þau taka á móti bílum frá Reykjavík. Þetta ferðamynstur orsakast af fjölda fjölmennra vinnustaða í Reykjavík og hvað íbúðabyggð hefur þanist út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Ég bý í Barmahlíð. Hverfið markast af Bústaðavegi, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hlíðarenda. Á þessu svæði búa 4.294 manns í 1.610 íbúðum. Hér er pláss fyrir 440 bíla í bílskúrum og 3.303 bílastæði utandyra. Íbúðirnar telja 173 þúsund fermetra. Hér er grunnskóli, leikskóli, skrifstofukjarni við Hlíðarenda, kjörbúð, gleraugnabúð og hárgreiðslustofa. Með öðrum orðum, dæmigert hverfi í Reykjavík þegar litið er til þéttleika og skipulags. Ef við gerum ráð fyrir að eitt bílastæði utandyra sé 14,5 fermetrar dekka bílastæði um 7% af landsvæði hverfisins. Þar eru ekki taldir fermetrar fyrir innkeyrslur, bílskúra og annað svæði sem mótast hefur að kröfum kyrrstæðra bifreiða. Heil 48% af landsvæði Reykjavíkur eru helguð umferðarmannvirkjum með einum eða öðrum hætti; vegir, hraðbrautir, bílastæði, veghelgunarsvæði, mislæg gatnamót og annað sem styður ferðir borgarbúa. Nú stendur til að fækka bílastæðum í borginni. Það er ekki Bjössi í World Class sem vill að fólk hiti upp með rösklegri göngu heldur eru það borgaryfirvöld sem sjá tækifæri til að nýta landsvæði betur. Hlutdeild hjólandi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Aukin hjólamenning kallar á endurskoðun á hönnun gatna með öryggi allra að sjónarmiði. Samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar eru alvarlegustu slys hjólandi á gatnamótum þar sem kyrrstæðir bílar aðskilja umferð bíla og gangandi. Í mörgum tilfellum ætti sá sem hjólar að vera bílmegin við bílastæðin, þ.e.a.s. „í umferðinni“, en margir treysta sér síður í þær aðstæður. Slysin sem um ræðir eiga sér þannig stað að hjól þverar veg á milli gangbrauta en bíll beygir inn í götuna, ökumaður sér ekki þann sem hjólar fyrir kyrrstæðum bílum og ekur í veg fyrir hjólið. Á götum sem þessum má fórna bílastæðum í staðinn fyrir auka akrein, hjólastíg, bæta við gróðri eða víkka gangbrautir. Snorrabraut er gott dæmi um hönnun á götu sem gæti breyst við lokun þeirra 90 bílastæða sem liggja meðfram akreinum. Á móti væri hægt að skipuleggja öruggari og vistvænni götu án grindverka og kyrrstæðra bíla. Þetta er gata þar sem bílar keyra oft yfir hámarkshraða sem er 50 km/klst. og skapa hættu fyrir börn sem sækja Austurbæjarskóla líkt og við Hringbraut þar sem íbúar börðust fyrir hægari umferð eftir alvarlegt slys fyrr á árinu. Það eru oft kyrrstæðir bílar sem gefa bílstjórum þá tilfinningu að lítið mannlíf sé í götunni og óhætt sé að auka hraðann. Fyrsta stigs áhrif lokunar bílastæða eru vistvænni og betur skipulagðar götur. Bílstjórar, sem eru í mörgum tilfellum íbúar í nærliggjandi íbúðum, þurfa þá að jafnaði að leggja á sig fleiri spor þegar þeir sækja þetta svæði. En annars stigs áhrif lokunar eru enn áhugaverðari. Þegar götur styðja betur hjól, gangandi og almenningssamgöngur þá fækkar bílferðum á svæðinu. Fleiri sjá sér hag í að taka strætó, hjóla og ganga. Þannig dregur að lokum úr umferð við það eitt að loka bílastæðum og bílstjórar sem voru komnir í harðari samkeppni um færri stæði hafa að lokum færri bíla til að keppa við. Það er að jafnaði nóg af stæðum í borginni. Lokum stæðum þar sem kyrrstæðir bílar eru í vegi fyrir betri og öruggari borg. Höfum í huga hverju er fórnað fyrir bílinn. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Jökull Sólberg Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eru 104 þúsund skráðar fólksbifreiðar og 176 þúsund bílastæði skráð á Bílastæðasjá. Í miðbænum rekur Bílastæðasjóður sjö bílastæðahús með 1.086 bílastæðum. Þegar greinin er rituð um laugardagseftirmiðdegi eru 63% þeirra stæða laus. Utandyra er 3.671 gjaldskylt bílastæði. Ofan á þetta bætast einkarekin bílastæðahús, til dæmis í Hörpu (454), Höfðatorgi (1.300) og Hafnartorgi (1.160). Bílastæði taka hvorki meira né minna en 25,8% af landsvæði Reykjavíkur og skráðum bílum fjölgar hraðar en íbúum í Reykjavík. Tilgangur bílastæða er að geyma bíla þegar þeir eru ekki í notkun. Því nær áfangastað farþega, því hentugra, þar sem það dregur úr þörf fyrir göngu og styttir heildarferðatíma. Bílastæðin sem eru næst inngöngum fyllast yfirleitt fyrst og ökumenn fórna oft eigin tíma og akstri til að freista þess að næla sér í eitt slíkt stæði í stað þess að leggja lengra í burtu. Það er fátt sem gleður augað fyrir gangandi á ferð um bílaplön og ekki hjálpar mengun, hávaði og umferð þeirra sem hafa ekki gómað gott stæði. Fólk hreinlega dýrkar að fá gott bílastæði, sérstaklega fyrir framan World Class í Laugum. Skjáskot úr bílastæðavefsjánni. Fólksbifreiðar sitja ónotaðar 95% af líftíma sínum. Bílastæðaþörfin hefur þó meira með þægindin að gera; þ.e. hversu líklegt það er að laust bílastæði sé nálægt áfangastað bílstjórans — sem er yfirleitt inngangur ýmiss konar bygginga. Þess vegna eru 1,7 bílastæði á hvern skráðan bíl í Reykjavík. Að auki þarf Reykjavík að taka á móti bílum frá nærliggjandi bæjarfélögum oftar en þau taka á móti bílum frá Reykjavík. Þetta ferðamynstur orsakast af fjölda fjölmennra vinnustaða í Reykjavík og hvað íbúðabyggð hefur þanist út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Ég bý í Barmahlíð. Hverfið markast af Bústaðavegi, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hlíðarenda. Á þessu svæði búa 4.294 manns í 1.610 íbúðum. Hér er pláss fyrir 440 bíla í bílskúrum og 3.303 bílastæði utandyra. Íbúðirnar telja 173 þúsund fermetra. Hér er grunnskóli, leikskóli, skrifstofukjarni við Hlíðarenda, kjörbúð, gleraugnabúð og hárgreiðslustofa. Með öðrum orðum, dæmigert hverfi í Reykjavík þegar litið er til þéttleika og skipulags. Ef við gerum ráð fyrir að eitt bílastæði utandyra sé 14,5 fermetrar dekka bílastæði um 7% af landsvæði hverfisins. Þar eru ekki taldir fermetrar fyrir innkeyrslur, bílskúra og annað svæði sem mótast hefur að kröfum kyrrstæðra bifreiða. Heil 48% af landsvæði Reykjavíkur eru helguð umferðarmannvirkjum með einum eða öðrum hætti; vegir, hraðbrautir, bílastæði, veghelgunarsvæði, mislæg gatnamót og annað sem styður ferðir borgarbúa. Nú stendur til að fækka bílastæðum í borginni. Það er ekki Bjössi í World Class sem vill að fólk hiti upp með rösklegri göngu heldur eru það borgaryfirvöld sem sjá tækifæri til að nýta landsvæði betur. Hlutdeild hjólandi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Aukin hjólamenning kallar á endurskoðun á hönnun gatna með öryggi allra að sjónarmiði. Samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar eru alvarlegustu slys hjólandi á gatnamótum þar sem kyrrstæðir bílar aðskilja umferð bíla og gangandi. Í mörgum tilfellum ætti sá sem hjólar að vera bílmegin við bílastæðin, þ.e.a.s. „í umferðinni“, en margir treysta sér síður í þær aðstæður. Slysin sem um ræðir eiga sér þannig stað að hjól þverar veg á milli gangbrauta en bíll beygir inn í götuna, ökumaður sér ekki þann sem hjólar fyrir kyrrstæðum bílum og ekur í veg fyrir hjólið. Á götum sem þessum má fórna bílastæðum í staðinn fyrir auka akrein, hjólastíg, bæta við gróðri eða víkka gangbrautir. Snorrabraut er gott dæmi um hönnun á götu sem gæti breyst við lokun þeirra 90 bílastæða sem liggja meðfram akreinum. Á móti væri hægt að skipuleggja öruggari og vistvænni götu án grindverka og kyrrstæðra bíla. Þetta er gata þar sem bílar keyra oft yfir hámarkshraða sem er 50 km/klst. og skapa hættu fyrir börn sem sækja Austurbæjarskóla líkt og við Hringbraut þar sem íbúar börðust fyrir hægari umferð eftir alvarlegt slys fyrr á árinu. Það eru oft kyrrstæðir bílar sem gefa bílstjórum þá tilfinningu að lítið mannlíf sé í götunni og óhætt sé að auka hraðann. Fyrsta stigs áhrif lokunar bílastæða eru vistvænni og betur skipulagðar götur. Bílstjórar, sem eru í mörgum tilfellum íbúar í nærliggjandi íbúðum, þurfa þá að jafnaði að leggja á sig fleiri spor þegar þeir sækja þetta svæði. En annars stigs áhrif lokunar eru enn áhugaverðari. Þegar götur styðja betur hjól, gangandi og almenningssamgöngur þá fækkar bílferðum á svæðinu. Fleiri sjá sér hag í að taka strætó, hjóla og ganga. Þannig dregur að lokum úr umferð við það eitt að loka bílastæðum og bílstjórar sem voru komnir í harðari samkeppni um færri stæði hafa að lokum færri bíla til að keppa við. Það er að jafnaði nóg af stæðum í borginni. Lokum stæðum þar sem kyrrstæðir bílar eru í vegi fyrir betri og öruggari borg. Höfum í huga hverju er fórnað fyrir bílinn. Höfundur er ráðgjafi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun