Ísland með hálfgert varalið á Smáþjóðaleikana í karlakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2019 09:30 Elvar Már Friðriksson verður með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. Fréttablaðið/sigtryggur Það vantar marga lykilmenn í sextán manna æfingahóp íslenska körfuboltalandsliðsins en framundan eru Smáþjóðaleikar í Svartfjallalandi dagana 27. maí - 1. júní. Craig Pedersen, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfarar landsliðs karla, hafa kallað saman 16 leikmenn til æfinga en liðið hóf æfingar á mánudaginn í Ásgarði í Garðabæ og æfir næstu tvær vikurnar. Margir af bestu körfuboltaleikmönnum landsins eru uppteknir með liðum sínum og þá eru nokkrir leikmenn frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Smáþjóðaleikarnir eru ekki innan keppnisdagatals FIBA sem orsakar skörun við félagslið í dagatali hjá þeim sem leika sem erlendis. Lykilmennirnir sem eru uppteknir erlendis eru Martin Hermannsson, Haukur Helgi Pálsson, Tryggvi Snær Hlinason, Jón Axel Guðmundsson og Ægir Þór Steinarsson. Jón Axel er að undirbúa sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar. Íslenska liðið verður þannig án besta leikmanns Domino´s deildarinnar, Kristófers Acox, eins besta varnarmanns landsins, Harðar Axels Vilhjálmssonar og spútnikstjörnu úrslitakeppninnar, Matthíasar Orra Sigurðarsonar. Þeir eru allir komnir í frí frá verkefnum með liðum sínum en geta ekki verið með að þessu sinni. Fyrir vikið er mikið af ungum og spennandi framtíðarleikmönnum í íslenska hópnum og Smáþjóðaleikarnir því kjörið tækifæri fyrir þá til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfurunum.Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Björgvin Hafþór Ríkharðsson · Skallagrímur Breki Gylfason · Appalachian State, USA Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki Elvar Már Friðriksson · Njarðvík Gunnar Ólafsson · Keflavík Halldór Garðar Hermannsson · Þór Þorlákshöfn Haukur Óskarsson · Haukar Hilmar Smári Henningsson · Haukar Hjálmar Stefánsson · Haukar Ingvi Þór Guðmundsson · Grindavík Kristinn Pálsson · Njarðvík Ólafur Ólafsson · Grindavík Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR Sigvaldi Eggertsson · Monbus Obradorio Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Nebraska, USALeikmenn sem voru valdir en eru ennþá í verkefnum með sínum liðum og því uppteknir: Frank Booker Jr. · ALM Évreux, Frakkland Haukur Helgi Pálsson · Nanterre 92, Frakkland Jón Axel Guðmundsson · NBA-liða æfingar, USA Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland Tryggvi Snær Hlinason · Obradorio, Spánn Ægir Þór Steinarsson · Regatta Corrientes, ArgentínaLeikmenn sem voru valdir en eru meiddir/gefa ekki kost á sér: Collin Pryor · Stjarnan Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík Kári Jónsson · Barcelona Kristófer Acox · KR Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík Sveinbjörn Jóhannesson · Breiðablik Körfubolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Það vantar marga lykilmenn í sextán manna æfingahóp íslenska körfuboltalandsliðsins en framundan eru Smáþjóðaleikar í Svartfjallalandi dagana 27. maí - 1. júní. Craig Pedersen, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfarar landsliðs karla, hafa kallað saman 16 leikmenn til æfinga en liðið hóf æfingar á mánudaginn í Ásgarði í Garðabæ og æfir næstu tvær vikurnar. Margir af bestu körfuboltaleikmönnum landsins eru uppteknir með liðum sínum og þá eru nokkrir leikmenn frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Smáþjóðaleikarnir eru ekki innan keppnisdagatals FIBA sem orsakar skörun við félagslið í dagatali hjá þeim sem leika sem erlendis. Lykilmennirnir sem eru uppteknir erlendis eru Martin Hermannsson, Haukur Helgi Pálsson, Tryggvi Snær Hlinason, Jón Axel Guðmundsson og Ægir Þór Steinarsson. Jón Axel er að undirbúa sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar. Íslenska liðið verður þannig án besta leikmanns Domino´s deildarinnar, Kristófers Acox, eins besta varnarmanns landsins, Harðar Axels Vilhjálmssonar og spútnikstjörnu úrslitakeppninnar, Matthíasar Orra Sigurðarsonar. Þeir eru allir komnir í frí frá verkefnum með liðum sínum en geta ekki verið með að þessu sinni. Fyrir vikið er mikið af ungum og spennandi framtíðarleikmönnum í íslenska hópnum og Smáþjóðaleikarnir því kjörið tækifæri fyrir þá til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfurunum.Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Björgvin Hafþór Ríkharðsson · Skallagrímur Breki Gylfason · Appalachian State, USA Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki Elvar Már Friðriksson · Njarðvík Gunnar Ólafsson · Keflavík Halldór Garðar Hermannsson · Þór Þorlákshöfn Haukur Óskarsson · Haukar Hilmar Smári Henningsson · Haukar Hjálmar Stefánsson · Haukar Ingvi Þór Guðmundsson · Grindavík Kristinn Pálsson · Njarðvík Ólafur Ólafsson · Grindavík Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR Sigvaldi Eggertsson · Monbus Obradorio Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Nebraska, USALeikmenn sem voru valdir en eru ennþá í verkefnum með sínum liðum og því uppteknir: Frank Booker Jr. · ALM Évreux, Frakkland Haukur Helgi Pálsson · Nanterre 92, Frakkland Jón Axel Guðmundsson · NBA-liða æfingar, USA Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland Tryggvi Snær Hlinason · Obradorio, Spánn Ægir Þór Steinarsson · Regatta Corrientes, ArgentínaLeikmenn sem voru valdir en eru meiddir/gefa ekki kost á sér: Collin Pryor · Stjarnan Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík Kári Jónsson · Barcelona Kristófer Acox · KR Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík Sveinbjörn Jóhannesson · Breiðablik
Körfubolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn