Tækifæri til að rétta kúrsinn Jóhannes Þór Skúlason skrifar 15. maí 2019 10:45 Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikilvægt stefnumótandi plagg í fjármálum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumarkandi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram. Síðustu mánuði hafa orðið vendingar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar skipta mestu gjaldþrot flugfélagsins WOW Air, loðnubrestur, kjarasamningagerð með aðkomu ríkisstjórnarinnar ásamt meiri óvissu og verri horfum í efnahagsmálum og stjórnmálum erlendis. Forsendur fjármálaáætlunar eins og þær voru þegar hún kom fram eru því brostnar. Í þessu samhengi byggir fjármálaáætlun á greiningu og stöðu um þróun efnahagsmála samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í febrúar 2019 en þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár. Þegar tekið er mið af forsendum um líklega fjölgun flugferða til landsins í stað WOW Air gerir spá Samtaka ferðaþjónustunnar ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna á þessu ári miðað við árið 2018. Það þýðir að útflutningstekjur frá ferðaþjónustu munu dragast saman um rúma 100 milljarða króna á árinu. Til að setja hlutina í samhengi er það á við fimmfaldan loðnubrest.Kallar á röggsöm viðbrögð Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja þjóðhagsspá þar sem fram kemur að áður áætlaður hagvöxtur á árinu 2019 þurrkast út og þess í stað er búist við 0,2% samdrætti, aðallega vegna 2,5% minnkunar á útflutningi. Þessi viðsnúningur sýnir svart á hvítu hvað áföll í ferðaþjónustu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Í slíku árferði er nauðsynlegt að ríkisvaldið sýni röggsamt viðbragð og taki stefnumótandi ákvarðanir sem byggja undir útflutningsatvinnugreinar sem aukið geta verðmætasköpun hratt ef vel er að staðið. Í slíku árferði er óskynsamlegt að draga úr útgjöldum til málefnasviðs ferðaþjónustu og veikja þannig stoðkerfi greinarinnar þegar nauðsynlegt er að styrkja það.Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustu eru nú áætluð 0,3% af heildarútgjöldum í fjármálaáætlun atvinnugreina en eiga svo að lækka í 0,2% af heildarútgjöldum í lok gildistíma áætlunarinnar (alls lækkun um 523 milljónir króna). Þessi staðreynd lýsir ekki neins konar áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu eða viðbragði við breyttri stöðu í stefnumótandi áætlun ríkisfjármálanna. Hún lýsir ekki framsýnni stefnumótun um grundvallaratvinnugrein sem snúið getur erfiðri stöðu í unnið tafl, heldur aðeins áreynslulausu status quo.Grunnur að aukinni verðmætasköpun SAF hafa bent á það á ýmsum vettvangi undanfarin ár að brýn nauðsyn sé til þess að framlög til stoðkerfis ferðaþjónustunnar hækki umtalsvert. Í fyrsta lagi hefur vöxtur greinarinnar undanfarin ár kallað á stóraukin framlög til gagnaöflunar og rannsókna til að undirbyggja stefnumótandi ákvarðanir um ferðaþjónustu til framtíðar. Það mun auka verðmætasköpun í greininni sem byggir undir bætt lífskjör í landinu.Í öðru lagi er eðlilegt að ríkisvaldið aðlagi fjárframlög til stoðkerfis greinarinnar að gjörbreyttu hlutfallslegu mikilvægi hennar í efnahagslífinu, enda ljóst að slíkt er skynsamleg endurfjárfesting í atvinnugrein sem árið 2017 nam 8,6% af VLF, stóð undir 39% af gjaldeyristekjum landsins árið 2018 og hefur skapað stóran hluta nýrra starfa um allt land síðustu ár.Í þriðja lagi kallar staða greinarinnar og rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar efnahagssviptinga síðustu mánaða á að aukinn kraftur sé lagður í markvissa markaðssetningu Íslands sem ferðaþjónustulands á gildistíma áætlunarinnar í samræmi við stefnumótun sem nú stendur yfir í ráðuneyti ferðamála.Sóknarfæri í ferðaþjónustunni felast helst í nýsköpun, vöruþróun, auknum gæðum og bættum innviðum. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að ýta sérstaklega undir þessa þætti í stefnumarkandi áætlanagerð til framtíðar og auka þannig endurfjárfestingu ríkisins í stoðkerfi mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar, sem reynslan sýnir að skilar ávinningi fyrir alla með aukinni verðmætasköpun, auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga og bættum lífskjörum í landinu.Þessa er sérstök þörf eins og staðan er núna – þar fara hagsmunir atvinnugreinarinnar og þjóðarhagsmunir saman.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikilvægt stefnumótandi plagg í fjármálum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumarkandi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram. Síðustu mánuði hafa orðið vendingar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar skipta mestu gjaldþrot flugfélagsins WOW Air, loðnubrestur, kjarasamningagerð með aðkomu ríkisstjórnarinnar ásamt meiri óvissu og verri horfum í efnahagsmálum og stjórnmálum erlendis. Forsendur fjármálaáætlunar eins og þær voru þegar hún kom fram eru því brostnar. Í þessu samhengi byggir fjármálaáætlun á greiningu og stöðu um þróun efnahagsmála samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í febrúar 2019 en þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár. Þegar tekið er mið af forsendum um líklega fjölgun flugferða til landsins í stað WOW Air gerir spá Samtaka ferðaþjónustunnar ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna á þessu ári miðað við árið 2018. Það þýðir að útflutningstekjur frá ferðaþjónustu munu dragast saman um rúma 100 milljarða króna á árinu. Til að setja hlutina í samhengi er það á við fimmfaldan loðnubrest.Kallar á röggsöm viðbrögð Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja þjóðhagsspá þar sem fram kemur að áður áætlaður hagvöxtur á árinu 2019 þurrkast út og þess í stað er búist við 0,2% samdrætti, aðallega vegna 2,5% minnkunar á útflutningi. Þessi viðsnúningur sýnir svart á hvítu hvað áföll í ferðaþjónustu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Í slíku árferði er nauðsynlegt að ríkisvaldið sýni röggsamt viðbragð og taki stefnumótandi ákvarðanir sem byggja undir útflutningsatvinnugreinar sem aukið geta verðmætasköpun hratt ef vel er að staðið. Í slíku árferði er óskynsamlegt að draga úr útgjöldum til málefnasviðs ferðaþjónustu og veikja þannig stoðkerfi greinarinnar þegar nauðsynlegt er að styrkja það.Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustu eru nú áætluð 0,3% af heildarútgjöldum í fjármálaáætlun atvinnugreina en eiga svo að lækka í 0,2% af heildarútgjöldum í lok gildistíma áætlunarinnar (alls lækkun um 523 milljónir króna). Þessi staðreynd lýsir ekki neins konar áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu eða viðbragði við breyttri stöðu í stefnumótandi áætlun ríkisfjármálanna. Hún lýsir ekki framsýnni stefnumótun um grundvallaratvinnugrein sem snúið getur erfiðri stöðu í unnið tafl, heldur aðeins áreynslulausu status quo.Grunnur að aukinni verðmætasköpun SAF hafa bent á það á ýmsum vettvangi undanfarin ár að brýn nauðsyn sé til þess að framlög til stoðkerfis ferðaþjónustunnar hækki umtalsvert. Í fyrsta lagi hefur vöxtur greinarinnar undanfarin ár kallað á stóraukin framlög til gagnaöflunar og rannsókna til að undirbyggja stefnumótandi ákvarðanir um ferðaþjónustu til framtíðar. Það mun auka verðmætasköpun í greininni sem byggir undir bætt lífskjör í landinu.Í öðru lagi er eðlilegt að ríkisvaldið aðlagi fjárframlög til stoðkerfis greinarinnar að gjörbreyttu hlutfallslegu mikilvægi hennar í efnahagslífinu, enda ljóst að slíkt er skynsamleg endurfjárfesting í atvinnugrein sem árið 2017 nam 8,6% af VLF, stóð undir 39% af gjaldeyristekjum landsins árið 2018 og hefur skapað stóran hluta nýrra starfa um allt land síðustu ár.Í þriðja lagi kallar staða greinarinnar og rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar efnahagssviptinga síðustu mánaða á að aukinn kraftur sé lagður í markvissa markaðssetningu Íslands sem ferðaþjónustulands á gildistíma áætlunarinnar í samræmi við stefnumótun sem nú stendur yfir í ráðuneyti ferðamála.Sóknarfæri í ferðaþjónustunni felast helst í nýsköpun, vöruþróun, auknum gæðum og bættum innviðum. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að ýta sérstaklega undir þessa þætti í stefnumarkandi áætlanagerð til framtíðar og auka þannig endurfjárfestingu ríkisins í stoðkerfi mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar, sem reynslan sýnir að skilar ávinningi fyrir alla með aukinni verðmætasköpun, auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga og bættum lífskjörum í landinu.Þessa er sérstök þörf eins og staðan er núna – þar fara hagsmunir atvinnugreinarinnar og þjóðarhagsmunir saman.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun