Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 23:00 240 eldflaugar og sprengjur voru skotnar niður með loftvarnarkerfi ísrael. AP/Ariel Schalit Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast. Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast.
Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19
Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57