Telja skorta framtíðarsýn um millilandaflug utan Keflavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2019 08:30 Mitt á milli Akureyrar og Egilsstaða er aflmesti foss í Evrópu. Leikurinn er sagður til að markaðssetja slíka perlu. Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira