Fengu draum sinn uppfylltan: „Ég hef beðið eftir hjólabrettarampi í tvö ár“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 20:00 Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi. Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi.
Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira