Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 14:00 Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. EPA/LUONG THAI LINH Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af árásinni í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem finna á myndbönd sem innihalda ofbeldi og jafnvel sjálfsvíg og eyða þeim, ekki skilgreint Christchurch myndbandið almennilega. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hve lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Í kjölfar árásinnar eyddi ritstjórnarkerfið minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni af Facebook á einum sólarhring. Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. Um er að ræða nefndarfund þar sem hatursglæpur voru til umræðu og voru fulltrúar frá Twitter og Alphabet, sem á Google og Youtube, einnig á fundinum. Fyrirtæki þessi hafa öll unnið að þróun gervigreindar sem finna á efni eins og nefnt er hér að ofan og fjarlægja það.Samkvæmt umfjöllun Bloomberg, sem var með blaðamann á fundinum, sagði einn þingmaður Verkamannaflokksins að honum virtist ritstjórnarkerfi þeirra ekki virka og lýsti hann miðlum fyrirtækjanna sem rotþróm. „Manni finnst eins og fyrirtækjum ykkar sé skítsama. Þið gefið frá ykkur mikinn áróður en grípið ekki til aðgerða,“ sagði Stephen Doughty. Marco Pancini frá YouTube svaraði Doughty og sagði fyrirtækin þurfa að standa sig betur og þau væru að standa sig betur. Bretland Facebook Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af árásinni í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem finna á myndbönd sem innihalda ofbeldi og jafnvel sjálfsvíg og eyða þeim, ekki skilgreint Christchurch myndbandið almennilega. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hve lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Í kjölfar árásinnar eyddi ritstjórnarkerfið minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni af Facebook á einum sólarhring. Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. Um er að ræða nefndarfund þar sem hatursglæpur voru til umræðu og voru fulltrúar frá Twitter og Alphabet, sem á Google og Youtube, einnig á fundinum. Fyrirtæki þessi hafa öll unnið að þróun gervigreindar sem finna á efni eins og nefnt er hér að ofan og fjarlægja það.Samkvæmt umfjöllun Bloomberg, sem var með blaðamann á fundinum, sagði einn þingmaður Verkamannaflokksins að honum virtist ritstjórnarkerfi þeirra ekki virka og lýsti hann miðlum fyrirtækjanna sem rotþróm. „Manni finnst eins og fyrirtækjum ykkar sé skítsama. Þið gefið frá ykkur mikinn áróður en grípið ekki til aðgerða,“ sagði Stephen Doughty. Marco Pancini frá YouTube svaraði Doughty og sagði fyrirtækin þurfa að standa sig betur og þau væru að standa sig betur.
Bretland Facebook Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira