Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2019 13:46 Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. Vísir/getty „Velkominn til leiks, Sybbni-Jói. Ég vona bara að þú sért gæddur þeim gáfum, sem lengi hefur verið efast um, sem þurfa til að heyja árangursríka baráttu í forvalinu.“ Svona hljóma upphafsorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tísti sem hann birti í dag skömmu eftir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.Sjá nánar: Býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi „Þetta verður andstyggilegt – þú munt þurfa að kljást við fólk sem í raun og sanni hefur sjúkar og vitstola hugmyndir. En ef þú hefur þetta af og ferð með sigur af hólmi þá sé ég þig við rásmarkið.“Welcome to the race Sleepy Joe. I only hope you have the intelligence, long in doubt, to wage a successful primary campaign. It will be nasty - you will be dealing with people who truly have some very sick & demented ideas. But if you make it, I will see you at the Starting Gate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2019 Biden tilkynnti um framboð sitt í myndbandi sem hann birti í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. Trump hefði teflt í tvísýnu stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Allt sem áður hefði einkennt Bandaríkin væri í húfi í forsetakosningunum árið 2020. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið hjá og leyft því að gerast,“ sagði Biden í myndbandinu. Þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð sitt. Biden, Kamala Harris og Bernie Sanders eru talin afar sigurstrangleg en samkvæmt könnunum trónar Biden á toppnum.I believe it will be Crazy Bernie Sanders vs. Sleepy Joe Biden as the two finalists to run against maybe the best Economy in the history of our Country (and MANY other great things)! I look forward to facing whoever it may be. May God Rest Their Soul! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2019 Í síðustu viku viðurkenndi Trump að Biden væri líklegur til að etja kappi við sig um forsetastólinn. „Ég held að það verði annað hvort klikkaði Bernie Sanders eða Sybbni-Jói sem munu berjast um útefningu flokksins til að keppa við mögulega besta efnahagsástand í sögu lansdins (og marga aðra frábæra hluti!). Ég hlakka til að mæta hverjum þeim sem verður fyrir valinu. Megi Guð geyma þá“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
„Velkominn til leiks, Sybbni-Jói. Ég vona bara að þú sért gæddur þeim gáfum, sem lengi hefur verið efast um, sem þurfa til að heyja árangursríka baráttu í forvalinu.“ Svona hljóma upphafsorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tísti sem hann birti í dag skömmu eftir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.Sjá nánar: Býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi „Þetta verður andstyggilegt – þú munt þurfa að kljást við fólk sem í raun og sanni hefur sjúkar og vitstola hugmyndir. En ef þú hefur þetta af og ferð með sigur af hólmi þá sé ég þig við rásmarkið.“Welcome to the race Sleepy Joe. I only hope you have the intelligence, long in doubt, to wage a successful primary campaign. It will be nasty - you will be dealing with people who truly have some very sick & demented ideas. But if you make it, I will see you at the Starting Gate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2019 Biden tilkynnti um framboð sitt í myndbandi sem hann birti í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. Trump hefði teflt í tvísýnu stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Allt sem áður hefði einkennt Bandaríkin væri í húfi í forsetakosningunum árið 2020. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið hjá og leyft því að gerast,“ sagði Biden í myndbandinu. Þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð sitt. Biden, Kamala Harris og Bernie Sanders eru talin afar sigurstrangleg en samkvæmt könnunum trónar Biden á toppnum.I believe it will be Crazy Bernie Sanders vs. Sleepy Joe Biden as the two finalists to run against maybe the best Economy in the history of our Country (and MANY other great things)! I look forward to facing whoever it may be. May God Rest Their Soul! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2019 Í síðustu viku viðurkenndi Trump að Biden væri líklegur til að etja kappi við sig um forsetastólinn. „Ég held að það verði annað hvort klikkaði Bernie Sanders eða Sybbni-Jói sem munu berjast um útefningu flokksins til að keppa við mögulega besta efnahagsástand í sögu lansdins (og marga aðra frábæra hluti!). Ég hlakka til að mæta hverjum þeim sem verður fyrir valinu. Megi Guð geyma þá“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42
Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00