Rósa Björk á Evrópuráðsþinginu: Kynferðisleg áreitni faraldur sem þurfi að tækla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 22:36 Rósa Björk hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær um alvarleika kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum. Umfang vandans væri slíkt að hægt væri að tala um faraldur í því samhengi og því þyrfti að tækla vandann eins og um faraldur væri að ræða; hratt og örugglega. Tilefnið var rannsókn Evrópuráðs og Alþjóðaþingmannasambandinu á karlrembu, kynferðislegu ofbeldi og áreitni í þjóðþingum og byggir hún á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum. 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu fengið líflátshótanir eða hótanir um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir aðkasti á netinu. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, er framsögumaður skýrslu sem byggði meðal annars á rannsókninni. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær þingsályktun og tilmæli Þórhildar Sunnu til aðildarríkja Evrópuráðsins. Í ræðu sinni tók Rósa Björk mið af sláandi niðurstöðum rannsóknarinnar og velti fyrir sér hver raunveruleg staða mála væri hjá konum í Evrópu í ljósi þess hve yfirgripsmikið vandamál karlremba og kynferðisleg áreitni í þjóðþingum væri gagnvart konum í stjórnmálum. Þær búi við mikil forréttindi; séu þjóðkjörnar, hafi völd og geti látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. „Hvernig eiga þær að stíga fram, opna sig um reynslu sína af kynferðislegri áreitni, stuðla að vitundarvakningu og tækla vandann ef við getum það ekki?“ spurði Rósa Björk og beindi orðum sínum til kollega sinna á Evrópuráðsþinginu. Hún sagði að það væri einmitt forréttindastaða þeirra á þinginu sem færði þeim tækifæri til að láta til sín taka í þessum málaflokki, setja skýr viðmið og senda kraftmikil skilaboð út í samfélagið um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin. Rósa Björk kallaði eftir trúverðugum aðgerðum til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarinnar. Hún var mjög hlynnt þeim leiðum sem mælt var með í skýrslunni, eins og refsingu í samræmi við alvarleika brots og að setja á fót kvörtunarkerfi. Undir lok ræðu sinnar beindi Rósa Björk orðum sínum til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og fulltrúa Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, og sagði að það væri bæði óviðeigandi og óásættanlegt að hann talaði með þeim hætti sem hann gerði á Evrópuráðsþinginu í ljósi þess að karlrembutal hans um kvenkyns þingmann hefði náðst á upptöku. Bergþór sagði í jómfrúarræðu sinni á Evrópuráðsþinginu um skýrslu Þórhildar Sunnu að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar varðandi refsiaðgerðir gegn þingmönnum vegna brota á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri við því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggi á andstæðinga í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Alþingi Kynferðisofbeldi MeToo Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær um alvarleika kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum. Umfang vandans væri slíkt að hægt væri að tala um faraldur í því samhengi og því þyrfti að tækla vandann eins og um faraldur væri að ræða; hratt og örugglega. Tilefnið var rannsókn Evrópuráðs og Alþjóðaþingmannasambandinu á karlrembu, kynferðislegu ofbeldi og áreitni í þjóðþingum og byggir hún á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum. 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu fengið líflátshótanir eða hótanir um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir aðkasti á netinu. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, er framsögumaður skýrslu sem byggði meðal annars á rannsókninni. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær þingsályktun og tilmæli Þórhildar Sunnu til aðildarríkja Evrópuráðsins. Í ræðu sinni tók Rósa Björk mið af sláandi niðurstöðum rannsóknarinnar og velti fyrir sér hver raunveruleg staða mála væri hjá konum í Evrópu í ljósi þess hve yfirgripsmikið vandamál karlremba og kynferðisleg áreitni í þjóðþingum væri gagnvart konum í stjórnmálum. Þær búi við mikil forréttindi; séu þjóðkjörnar, hafi völd og geti látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. „Hvernig eiga þær að stíga fram, opna sig um reynslu sína af kynferðislegri áreitni, stuðla að vitundarvakningu og tækla vandann ef við getum það ekki?“ spurði Rósa Björk og beindi orðum sínum til kollega sinna á Evrópuráðsþinginu. Hún sagði að það væri einmitt forréttindastaða þeirra á þinginu sem færði þeim tækifæri til að láta til sín taka í þessum málaflokki, setja skýr viðmið og senda kraftmikil skilaboð út í samfélagið um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin. Rósa Björk kallaði eftir trúverðugum aðgerðum til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarinnar. Hún var mjög hlynnt þeim leiðum sem mælt var með í skýrslunni, eins og refsingu í samræmi við alvarleika brots og að setja á fót kvörtunarkerfi. Undir lok ræðu sinnar beindi Rósa Björk orðum sínum til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og fulltrúa Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, og sagði að það væri bæði óviðeigandi og óásættanlegt að hann talaði með þeim hætti sem hann gerði á Evrópuráðsþinginu í ljósi þess að karlrembutal hans um kvenkyns þingmann hefði náðst á upptöku. Bergþór sagði í jómfrúarræðu sinni á Evrópuráðsþinginu um skýrslu Þórhildar Sunnu að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar varðandi refsiaðgerðir gegn þingmönnum vegna brota á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri við því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggi á andstæðinga í nafni pólitísks rétttrúnaðar.
Alþingi Kynferðisofbeldi MeToo Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39
Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00