Síðasta öskrið Guðmundur Steingrímsson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Ekki veit ég hvort það var einhvers konar evrópskur símapakki, fyrsti, annar, þriðji eða fjórði, sem gerði það að verkum að fyrir nokkru uppgötvaði maður á ferðalagi að hægt var að nota símann og netið hvar sem er í Evrópu án þess að borga aukalega fyrir það. Maður talar eins og maður sé heima hjá sér. Ég man að ég hugsaði: Þetta er frábært. Svona á þetta að vera. Hvílík lífsgæði. Þetta ákváðu ríki Evrópu að gera saman. Því meira sem fullvalda ríki vinna saman — eins og í Evrópusambandinu — því betra hafa þegnarnir það. Of lengi hafa almennir borgarar mátt þola það að sérhagsmunaöfl og framapotarar haldi þéttingsföstu kverkataki á þjóðum í nafni einhvers konar ruddafullveldis — sem felur aðallega í sér óskastöðu þeirra til að ráðskast með aðra og deila út þjóðarauðæfum til fárra. Því meira sem fullvalda þjóðir vinna saman, því erfiðara er fyrir rudda að athafna sig og ráðskast með þjóðarhagi. Og þeim mun betra fyrir borgarana. Þetta er þumalputtaregla. Það að geta talað í síma hvar sem er í Evrópu og ferðast frjálst og búið þar sem manni sýnist, það er ekki efst á óskalista þeirra sem vilja ráða þjóðum. Enginn einræðisherra myndi berjast fyrir slíku. Enginn svokallaður „sterkur leiðtogi“. Allt svona er hins vegar á óskalista þeirra sem vilja einlæglega, í samvinnu við aðra, vinna að bættum hag almennings.Saga íslenskrar orku Á Íslandi er deilt um þriðja orkupakkann í gnauðandi vindi. Mikið ótrúlega er andstaða sumra við það framfaramál einmitt skýrt dæmi um þetta: Löngun sumra til að ráðskast með þjóðarhag án afskipta annarra er óstjórnleg. Hver hefur jú saga íslenskra orkumála verið? Hún er að stórum hluta saga sóunar, yfirgangs og eyðileggingar. Þetta eru „okkar eigin“, verðmætu orkuauðlindir hafa misvitrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum fullyrt í gegnum tíðina. Svo hafa þeir samviskulaust gefið orkuna — sem er fengin með eyðileggingu á stórkostlegri náttúru — til útlendra stórfyrirtækja í gegnum orkusamninga sem um aldir og ævi munu bera frekju þeirra og skammsýni vitni. Hér í eina tíð var aldrei talað um það að selja orku — hvað þá á markaðsvirði — heldur var iðulega rætt um að „afhenda“ hana. Svo rammt kvað að þessu, að stórfyrirtæki voru fengin hingað ekki bara með gjafverði á orku heldur líka með fjárfestingarsamningum sem undanskilja þessi fyrirtæki frá því að greiða helstu skatta og gjöld sem við öll hin þurfum undantekningalaust að standa skil á. Og þarna flæðir hún út orkan „okkar“, svokölluð, fyrir spottprís án þess að almenningur hafi nokkurn tímann verið spurður um það mál.Gæslumenn Sumir virðast túlka inntak fullveldisins þannig, að fullveldið snúist fyrst og fremst um það að fáir Íslendingar geti ráðskast áfram með auðæfi landsins. Almennar leikreglur um sölu á orku og hvernig samkeppnisumhverfi skuli hagað — í þágu neytenda og umhverfis — er hindrun á þessari leið. Sem betur fer er þessi fornfálega hugsun á undanhaldi. Um nokkurt skeið hafa faglegar stjórnir íslenskra orkufyrirtækja reynt að vinda ofan af hinum ótrúlegu samningum sem stjórnmálamenn gerðu áður fyrr. Reynt er að þoka verðinu í átt að markaðsvirði, svo Íslendingar fái þó alla vega sanngjarnt verð fyrir gæðin. Orkusamvinna Evrópuríkjanna með númeruðum orkupökkum hjálpar mjög í þessu verki. Líkt og í símamálum og ótal öðrum málum mun samvinna Evrópuríkjanna í orkumálum skila sér í bættum hag almennings. Hið fyndna er hins vegar, að Ísland er ekki einu sinni beinn aðili að þessum markaði, því landið er ekki tengt með orkustreng við Evrópu. Andstaðan við þriðja orkupakkann er þess vegna þeim mun ótrúlegri. Í ljósi sögunnar er ekki hægt að skilja þessa andstöðu öðru vísi en svo, að hún spretti af því að gæslumenn sérhagsmuna — gæslumenn hinna ömurlegu orkusölu- og fjárfestingarsamninga — telji sér og sinni forneskjulegu pólitík ógnað.Samvinna gegn vám Ég er orðinn þreyttur á því að hópar fólks telji sig knúna til þess — á grundvelli annarlegra sjónarmiða — að verja mig og aðra gegn auknum lífsgæðum, aukinni fjölbreytni, meiri framþróun, samvinnu, árangri og jafnvel mannúð. Ég sé ákvörðun Kærunefndar útlendingamála um að útlendum nemanda í Hagaskóla og fjölskyldu hennar skuli vísað úr landi þessum sömu augum. Hér á, rétt eins og og í andstöðunni við orkupakkann, að verja okkur hin gegn einhverju. Hverju? Jú, hér er kenning: Veröldin er öll að þróast í átt að samvinnu. Hið sammannlega er í vexti. Við deilum menningu. Við erum tengd í símanum í lófanum okkar. Þetta er gott. Ekkert vandamál heimsins verður leyst öðruvísi en með samvinnu. Stærsta vá þjóða er ekki sú að missa sjálfstæði sitt, heldur sú að sjálfstæðum þjóðum auðnist ekki að vinna saman. Þetta sjá flestir. Svona er þróunin. Það sem við verðum vitni að— á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum — er síðasta öskur frekjunnar. Hún er að missa tökin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Ekki veit ég hvort það var einhvers konar evrópskur símapakki, fyrsti, annar, þriðji eða fjórði, sem gerði það að verkum að fyrir nokkru uppgötvaði maður á ferðalagi að hægt var að nota símann og netið hvar sem er í Evrópu án þess að borga aukalega fyrir það. Maður talar eins og maður sé heima hjá sér. Ég man að ég hugsaði: Þetta er frábært. Svona á þetta að vera. Hvílík lífsgæði. Þetta ákváðu ríki Evrópu að gera saman. Því meira sem fullvalda ríki vinna saman — eins og í Evrópusambandinu — því betra hafa þegnarnir það. Of lengi hafa almennir borgarar mátt þola það að sérhagsmunaöfl og framapotarar haldi þéttingsföstu kverkataki á þjóðum í nafni einhvers konar ruddafullveldis — sem felur aðallega í sér óskastöðu þeirra til að ráðskast með aðra og deila út þjóðarauðæfum til fárra. Því meira sem fullvalda þjóðir vinna saman, því erfiðara er fyrir rudda að athafna sig og ráðskast með þjóðarhagi. Og þeim mun betra fyrir borgarana. Þetta er þumalputtaregla. Það að geta talað í síma hvar sem er í Evrópu og ferðast frjálst og búið þar sem manni sýnist, það er ekki efst á óskalista þeirra sem vilja ráða þjóðum. Enginn einræðisherra myndi berjast fyrir slíku. Enginn svokallaður „sterkur leiðtogi“. Allt svona er hins vegar á óskalista þeirra sem vilja einlæglega, í samvinnu við aðra, vinna að bættum hag almennings.Saga íslenskrar orku Á Íslandi er deilt um þriðja orkupakkann í gnauðandi vindi. Mikið ótrúlega er andstaða sumra við það framfaramál einmitt skýrt dæmi um þetta: Löngun sumra til að ráðskast með þjóðarhag án afskipta annarra er óstjórnleg. Hver hefur jú saga íslenskra orkumála verið? Hún er að stórum hluta saga sóunar, yfirgangs og eyðileggingar. Þetta eru „okkar eigin“, verðmætu orkuauðlindir hafa misvitrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum fullyrt í gegnum tíðina. Svo hafa þeir samviskulaust gefið orkuna — sem er fengin með eyðileggingu á stórkostlegri náttúru — til útlendra stórfyrirtækja í gegnum orkusamninga sem um aldir og ævi munu bera frekju þeirra og skammsýni vitni. Hér í eina tíð var aldrei talað um það að selja orku — hvað þá á markaðsvirði — heldur var iðulega rætt um að „afhenda“ hana. Svo rammt kvað að þessu, að stórfyrirtæki voru fengin hingað ekki bara með gjafverði á orku heldur líka með fjárfestingarsamningum sem undanskilja þessi fyrirtæki frá því að greiða helstu skatta og gjöld sem við öll hin þurfum undantekningalaust að standa skil á. Og þarna flæðir hún út orkan „okkar“, svokölluð, fyrir spottprís án þess að almenningur hafi nokkurn tímann verið spurður um það mál.Gæslumenn Sumir virðast túlka inntak fullveldisins þannig, að fullveldið snúist fyrst og fremst um það að fáir Íslendingar geti ráðskast áfram með auðæfi landsins. Almennar leikreglur um sölu á orku og hvernig samkeppnisumhverfi skuli hagað — í þágu neytenda og umhverfis — er hindrun á þessari leið. Sem betur fer er þessi fornfálega hugsun á undanhaldi. Um nokkurt skeið hafa faglegar stjórnir íslenskra orkufyrirtækja reynt að vinda ofan af hinum ótrúlegu samningum sem stjórnmálamenn gerðu áður fyrr. Reynt er að þoka verðinu í átt að markaðsvirði, svo Íslendingar fái þó alla vega sanngjarnt verð fyrir gæðin. Orkusamvinna Evrópuríkjanna með númeruðum orkupökkum hjálpar mjög í þessu verki. Líkt og í símamálum og ótal öðrum málum mun samvinna Evrópuríkjanna í orkumálum skila sér í bættum hag almennings. Hið fyndna er hins vegar, að Ísland er ekki einu sinni beinn aðili að þessum markaði, því landið er ekki tengt með orkustreng við Evrópu. Andstaðan við þriðja orkupakkann er þess vegna þeim mun ótrúlegri. Í ljósi sögunnar er ekki hægt að skilja þessa andstöðu öðru vísi en svo, að hún spretti af því að gæslumenn sérhagsmuna — gæslumenn hinna ömurlegu orkusölu- og fjárfestingarsamninga — telji sér og sinni forneskjulegu pólitík ógnað.Samvinna gegn vám Ég er orðinn þreyttur á því að hópar fólks telji sig knúna til þess — á grundvelli annarlegra sjónarmiða — að verja mig og aðra gegn auknum lífsgæðum, aukinni fjölbreytni, meiri framþróun, samvinnu, árangri og jafnvel mannúð. Ég sé ákvörðun Kærunefndar útlendingamála um að útlendum nemanda í Hagaskóla og fjölskyldu hennar skuli vísað úr landi þessum sömu augum. Hér á, rétt eins og og í andstöðunni við orkupakkann, að verja okkur hin gegn einhverju. Hverju? Jú, hér er kenning: Veröldin er öll að þróast í átt að samvinnu. Hið sammannlega er í vexti. Við deilum menningu. Við erum tengd í símanum í lófanum okkar. Þetta er gott. Ekkert vandamál heimsins verður leyst öðruvísi en með samvinnu. Stærsta vá þjóða er ekki sú að missa sjálfstæði sitt, heldur sú að sjálfstæðum þjóðum auðnist ekki að vinna saman. Þetta sjá flestir. Svona er þróunin. Það sem við verðum vitni að— á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum — er síðasta öskur frekjunnar. Hún er að missa tökin.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun