Banaslysið í Eldhrauni: Rútunni ekið of hratt með lélegt hemlakerfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 14:41 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að rútunni sem valt á Suðurlandsvegi vestan Hunkubakka þann 27. desember 2017 með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust hafi verið ekið of hratt. Hemlageta rútunnar var lítil og líklegt er að afstýra hefði mátt slysinu hefði hemlakerfið verið í lagi. Þá er mögulegt er að þreyta bílstjórans hafi átt þátt í orsök slyssins.Skýrsla nefndarinnar um slysið var gefin út í dag en alls voru 46 manns um borð í rútunni er slysið varð. Slysið bar að með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðar á leið í austur á Suðurlandsvegi hægði ferðina til að beygja út af til hægri inn á afleggjara að áningarstað.Rútunni var ekið í sömu átt og náði ökumaður hennar ekki að draga úr aksturshraðanum þegar fólksbifreiðin hægði á sér, en reyndi að sveigja yfir á akrein til vesturs og fara fram úr fólksbifreiðinni til að forða árekstri. Það tókst ekki og lenti hægra framhorn rútunnar á vinstra afturhorni fólksbifreiðarinnar, með þeim afleiðingum að rútan valt á hliðina.Slysstaðurinn.Mynd/Map.isErfitt reyndist að losa þá sem festust undir rútunni 44 ferðamenn voru um borð í rútunni, auk leiðsögumanns og bílstjórans en í skýrslunni segir að minnst kosti fjórirfarþegar og ökumaður köstuðust út úr bifreiðinni, en enginn þeirra var spenntur í öryggisbelti.Tveir farþegar festust undir bifreiðinni, annar þeirra lést þann 12. janúar 2018 vegna áverka sem af slysinu hlutust. Farþegi sem sat líklegast í fjórðu sætaröð vinstra megin í bifreiðinni kastaðist út og hlaut banvæna fjöláverka. Hann varð undir bifreiðinni í veltunni. Ökumaðurinn hlaut mikla höfuðáverka.Umfangsmiklar björgunaraðgerðir voru skipulagðar vegna slyssins en ellefu mínútum eftir að tilkynning um slysið barst voru fyrstu viðbragðsaðilar mættir á slysstað. Erfitt reyndist að losa þá farþega sem fastir voru undir rútunni en tryggja þurfti að bifreiðin rynni ekki af stað áður en henni var lyft. Búið var að losa þá farþega sem festust undir rútunni um tveimur og hálfum tíma eftir slysið.Líklegt að afstýra hefði mátt slysinu með betra hemlakerfi Rútan var átján ára gömul er slysið átti sér stað og í skýrslu nefndarinnar segir að skoðunarferill rútunnar bendi til þess að henni hafi verið ekið 1,2 milljón kílómetra. Við rannsókn á bifreiðinni eftir slysið kom í ljós að ástand hemlakerfis hennar var ábótavant. Hemlar í hægra framhjóli virkuðu. Engin virkni var á hemlum í vinstra framhjóli og nánast engin í hægra afturhjóli.Hemlun á vinstra afturhjóli var í lagi en fastur lykill hafði verið festur með plastbandi við útíherslu, sennilega til að hindra að útíherslan losnaði. Plastbandið var óvarið fyrir steinkasti og hafði þynnst um 21 prósent. Tæring á lyklinum gaf til kynna að hann hafi verið nýttur með þessum hætti í talsverðan tíma.Lykilinn var festur með plastbandi.Mynd/RNSAÍ skýrslu nefndarinnar segir að líkur séu á að ökumaður rútunnar hefði náð að forða árekstri við fólksbifreiðina hefði hemlakerfið verið í lagi. Nefndin telur einnig að rútunni hafi verið ekið of hratt en ökuriti og ferilvöktunarbúnaður hennar sýndu að hraði hennar hafi verið um og yfir 100 kílómetrar á klukkustund. Þá eru einnig gerðar athugasemdir við Skipulag vinnutíma ökumanns rútunnar. Við rannsókn málsins kom í ljós að sami ökumaður hafi farið með hluta af farþegahópnum í norðurljósaferð kvöldið áður, sem lauk sennilega um klukkan 21. Hvíldartími ökumannsins var því undir 10 klukkustundum. Daglegur hvíldartími skal vera að minnsta 11 klukkustundir. Í skýrslunni segir að þreyta hafi þau áhrif að árvekni skerðist og viðbragðstími lengist. Að mati nefndarinnar kann það að vera mögulegt að þreyta hafi átt þátt í orsök slyssins.Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér. Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að rútunni sem valt á Suðurlandsvegi vestan Hunkubakka þann 27. desember 2017 með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust hafi verið ekið of hratt. Hemlageta rútunnar var lítil og líklegt er að afstýra hefði mátt slysinu hefði hemlakerfið verið í lagi. Þá er mögulegt er að þreyta bílstjórans hafi átt þátt í orsök slyssins.Skýrsla nefndarinnar um slysið var gefin út í dag en alls voru 46 manns um borð í rútunni er slysið varð. Slysið bar að með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðar á leið í austur á Suðurlandsvegi hægði ferðina til að beygja út af til hægri inn á afleggjara að áningarstað.Rútunni var ekið í sömu átt og náði ökumaður hennar ekki að draga úr aksturshraðanum þegar fólksbifreiðin hægði á sér, en reyndi að sveigja yfir á akrein til vesturs og fara fram úr fólksbifreiðinni til að forða árekstri. Það tókst ekki og lenti hægra framhorn rútunnar á vinstra afturhorni fólksbifreiðarinnar, með þeim afleiðingum að rútan valt á hliðina.Slysstaðurinn.Mynd/Map.isErfitt reyndist að losa þá sem festust undir rútunni 44 ferðamenn voru um borð í rútunni, auk leiðsögumanns og bílstjórans en í skýrslunni segir að minnst kosti fjórirfarþegar og ökumaður köstuðust út úr bifreiðinni, en enginn þeirra var spenntur í öryggisbelti.Tveir farþegar festust undir bifreiðinni, annar þeirra lést þann 12. janúar 2018 vegna áverka sem af slysinu hlutust. Farþegi sem sat líklegast í fjórðu sætaröð vinstra megin í bifreiðinni kastaðist út og hlaut banvæna fjöláverka. Hann varð undir bifreiðinni í veltunni. Ökumaðurinn hlaut mikla höfuðáverka.Umfangsmiklar björgunaraðgerðir voru skipulagðar vegna slyssins en ellefu mínútum eftir að tilkynning um slysið barst voru fyrstu viðbragðsaðilar mættir á slysstað. Erfitt reyndist að losa þá farþega sem fastir voru undir rútunni en tryggja þurfti að bifreiðin rynni ekki af stað áður en henni var lyft. Búið var að losa þá farþega sem festust undir rútunni um tveimur og hálfum tíma eftir slysið.Líklegt að afstýra hefði mátt slysinu með betra hemlakerfi Rútan var átján ára gömul er slysið átti sér stað og í skýrslu nefndarinnar segir að skoðunarferill rútunnar bendi til þess að henni hafi verið ekið 1,2 milljón kílómetra. Við rannsókn á bifreiðinni eftir slysið kom í ljós að ástand hemlakerfis hennar var ábótavant. Hemlar í hægra framhjóli virkuðu. Engin virkni var á hemlum í vinstra framhjóli og nánast engin í hægra afturhjóli.Hemlun á vinstra afturhjóli var í lagi en fastur lykill hafði verið festur með plastbandi við útíherslu, sennilega til að hindra að útíherslan losnaði. Plastbandið var óvarið fyrir steinkasti og hafði þynnst um 21 prósent. Tæring á lyklinum gaf til kynna að hann hafi verið nýttur með þessum hætti í talsverðan tíma.Lykilinn var festur með plastbandi.Mynd/RNSAÍ skýrslu nefndarinnar segir að líkur séu á að ökumaður rútunnar hefði náð að forða árekstri við fólksbifreiðina hefði hemlakerfið verið í lagi. Nefndin telur einnig að rútunni hafi verið ekið of hratt en ökuriti og ferilvöktunarbúnaður hennar sýndu að hraði hennar hafi verið um og yfir 100 kílómetrar á klukkustund. Þá eru einnig gerðar athugasemdir við Skipulag vinnutíma ökumanns rútunnar. Við rannsókn málsins kom í ljós að sami ökumaður hafi farið með hluta af farþegahópnum í norðurljósaferð kvöldið áður, sem lauk sennilega um klukkan 21. Hvíldartími ökumannsins var því undir 10 klukkustundum. Daglegur hvíldartími skal vera að minnsta 11 klukkustundir. Í skýrslunni segir að þreyta hafi þau áhrif að árvekni skerðist og viðbragðstími lengist. Að mati nefndarinnar kann það að vera mögulegt að þreyta hafi átt þátt í orsök slyssins.Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér.
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19