Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Baldur Guðmundsson skrifar 17. apríl 2019 07:30 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. fréttablaðið/Sigtryggur „Hún er dálítið einkennileg, satt að segja,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um þá tilfinningu að láta af störfum. Alþingi hefur auglýst embættið laust til umsóknar, en Helgi hefur gegnt því frá ársbyrjun 2005. Hann vinnur út ágústmánuð en í þeim mánuði verður hann sjötugur. Helgi hefur starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Spurður hvað standi upp úr svarar hann því að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á starfinu og haft mikla ánægju af því vinna með fólkinu á þinginu; bæði þeim sem þar hafa starfað um lengri og skemmri tíma. „Það hefur verið ákaflega þroskandi,“ segir hann. Helgi nefnir líka árin í kring um hrunið. Hann segir að sú reynsla hafi verið erfið. „Það var mikil reynsla en hún var frekar dapurleg. Sumir starfsmenn eru enn ekki búnir að bíta úr nálinni með það. Það voru þarna átök sem gengu mjög nærri starfsmönnum.“ Búsháhaldabyltingin hófst í kjölfar efnahagskreppunnar og náði hámarki í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar féll. Helgi segir að hann hafi sjálfur farið óskaddaður á sálinni í gegn um þennan tíma. „En þetta tók alveg á. Maður var stundum hræddur um sig, en líka hræddur um húsið og eignir þingsins. Á þeim bar ég ábyrgð. Sumar næturnar þarna voru eiginlega hálf skelfileg reynsla. Margt af því sem maður sá var svo ótrúlegt,“ segir hann um þá upplifun að fylgjast með mótmælunum innan úr þinghúsinu. Skrifstofustjóri hefur það hlutverk að stýra skrifstofu þingsins í umboði forseta Alþingis og ræður aðra starfsmenn þingsins. Hann er ráðgjafi forseta Alþingis og forsætisnefndar um allt sem lýtur að störfum þingsins og rekstri þess. Á vefnum segir að hann sitji fundi með forsætisnefnd og fundi forseta með þingflokksformönnum. „ Í starfinu felast mikil samskipti við þingmenn og umsjón með þeirri aðstoð sem þingmönnum, þingnefndum og þingflokkum er látin í té. Þá sinnir skrifstofustjóri margháttuðum samskiptum við önnur þjóðþing.“ Skrifstofustjóri annast stjórnsýslu Alþingis. Hann veitir þingmönnum faglega aðstoð, aðstoðar forystu þingsins og annast almennan rekstur þess. Hann sinni upplýsingamiðlun um hlutverk og starfsemi Alþingis. Miklar hæfniskröfur eru gerðar til starfsins. Sérstaklega er tekið fram í auglýsingunni að bæði konur og karlar séu hvött til að sækja um starfið. Ráðið verður í embættið frá 1. september. Umsóknarfrestur rennur út 6. maí. Við hrunið fjaraði undan trausti í samfélaginu til stjórnmála og lykilstofnana. Helgi segir, spurður, hvað hægt sé að gera til að auka traust til þingsins, að munur sé á því hvort talað sé um traust til stjórnmálamanna eða þingsins sem stofnunar. Hann segist upplifa að nýir þingmenn beri mikið traust til Alþingis sem stofnunar. Stjórnmálamenn eigi hins vegar í basli með að halda traustinu. Á því sér hann þá lausn helsta að þeir standi í auknum mæli við það sem þeir lofa. Hann segir aðspurður að samstarfsandinn á þingi sé almennt góður og að á því verði flestir hissa sem komi á Alþingi. „Auðvitað er það ekki alveg hnökralaust en almennt séð er það þannig, að fólk á gott með að vinna saman. Þeir sem eru í alþjóðlegu samstarfi þurfa að súpa súrt og sætt með öðrum, en í nefndum þingsins er afskaplega vel unnið og málefnalega.“ Hann segir að það sé helst í ræðustóli sem kastist í kekki. Spurður hvað taki við eftir starfslokin segir Helgi að hann hafi að ýmsu að hverfa. „Ég hef áhuga á að setjast við skriftir,“ segir hann um tímann sem fram undan er. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
„Hún er dálítið einkennileg, satt að segja,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um þá tilfinningu að láta af störfum. Alþingi hefur auglýst embættið laust til umsóknar, en Helgi hefur gegnt því frá ársbyrjun 2005. Hann vinnur út ágústmánuð en í þeim mánuði verður hann sjötugur. Helgi hefur starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Spurður hvað standi upp úr svarar hann því að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á starfinu og haft mikla ánægju af því vinna með fólkinu á þinginu; bæði þeim sem þar hafa starfað um lengri og skemmri tíma. „Það hefur verið ákaflega þroskandi,“ segir hann. Helgi nefnir líka árin í kring um hrunið. Hann segir að sú reynsla hafi verið erfið. „Það var mikil reynsla en hún var frekar dapurleg. Sumir starfsmenn eru enn ekki búnir að bíta úr nálinni með það. Það voru þarna átök sem gengu mjög nærri starfsmönnum.“ Búsháhaldabyltingin hófst í kjölfar efnahagskreppunnar og náði hámarki í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar féll. Helgi segir að hann hafi sjálfur farið óskaddaður á sálinni í gegn um þennan tíma. „En þetta tók alveg á. Maður var stundum hræddur um sig, en líka hræddur um húsið og eignir þingsins. Á þeim bar ég ábyrgð. Sumar næturnar þarna voru eiginlega hálf skelfileg reynsla. Margt af því sem maður sá var svo ótrúlegt,“ segir hann um þá upplifun að fylgjast með mótmælunum innan úr þinghúsinu. Skrifstofustjóri hefur það hlutverk að stýra skrifstofu þingsins í umboði forseta Alþingis og ræður aðra starfsmenn þingsins. Hann er ráðgjafi forseta Alþingis og forsætisnefndar um allt sem lýtur að störfum þingsins og rekstri þess. Á vefnum segir að hann sitji fundi með forsætisnefnd og fundi forseta með þingflokksformönnum. „ Í starfinu felast mikil samskipti við þingmenn og umsjón með þeirri aðstoð sem þingmönnum, þingnefndum og þingflokkum er látin í té. Þá sinnir skrifstofustjóri margháttuðum samskiptum við önnur þjóðþing.“ Skrifstofustjóri annast stjórnsýslu Alþingis. Hann veitir þingmönnum faglega aðstoð, aðstoðar forystu þingsins og annast almennan rekstur þess. Hann sinni upplýsingamiðlun um hlutverk og starfsemi Alþingis. Miklar hæfniskröfur eru gerðar til starfsins. Sérstaklega er tekið fram í auglýsingunni að bæði konur og karlar séu hvött til að sækja um starfið. Ráðið verður í embættið frá 1. september. Umsóknarfrestur rennur út 6. maí. Við hrunið fjaraði undan trausti í samfélaginu til stjórnmála og lykilstofnana. Helgi segir, spurður, hvað hægt sé að gera til að auka traust til þingsins, að munur sé á því hvort talað sé um traust til stjórnmálamanna eða þingsins sem stofnunar. Hann segist upplifa að nýir þingmenn beri mikið traust til Alþingis sem stofnunar. Stjórnmálamenn eigi hins vegar í basli með að halda traustinu. Á því sér hann þá lausn helsta að þeir standi í auknum mæli við það sem þeir lofa. Hann segir aðspurður að samstarfsandinn á þingi sé almennt góður og að á því verði flestir hissa sem komi á Alþingi. „Auðvitað er það ekki alveg hnökralaust en almennt séð er það þannig, að fólk á gott með að vinna saman. Þeir sem eru í alþjóðlegu samstarfi þurfa að súpa súrt og sætt með öðrum, en í nefndum þingsins er afskaplega vel unnið og málefnalega.“ Hann segir að það sé helst í ræðustóli sem kastist í kekki. Spurður hvað taki við eftir starfslokin segir Helgi að hann hafi að ýmsu að hverfa. „Ég hef áhuga á að setjast við skriftir,“ segir hann um tímann sem fram undan er.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira