Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 12:17 Donald Trump og Joe Biden. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira