Trump og Biden deila um hver myndi lemja hvern Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2018 11:22 Donald Trump og Joe Biden. Vísir/Getty Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti, virðast nú metast um það hvor þeirra myndi vinna slagsmál þeirra á milli. Biden sagði á þriðjudaginn að hann myndi berja Trump „í klessu“ ef þeir væru í menntaskóla, vegna ummæla forsetans um konur. Trump svaraði Biden á Twitter í morgun og sagði að hann myndi berja Biden og að Biden myndi gráta allan tímann ef þeir færu í slag. Trump sagði Biden vera að reyna að haga sér eins og nagli en í raun væri hann aumur maður, líkamlega og andlega. „Þrátt fyrir það hótar hann mér, í annað sinn, með líkamlegu ofbeldi. Hann þekkir mig ekki, en hann myndi fara hratt í jörðina, grátandi allan tímann. Ekki hóta fólki Joe!“ skrifaði Trump.Crazy Joe Biden is trying to act like a tough guy. Actually, he is weak, both mentally and physically, and yet he threatens me, for the second time, with physical assault. He doesn't know me, but he would go down fast and hard, crying all the way. Don't threaten people Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2018 Biden var staddur í Háskóla Miami á þriðjudaginn þar sem hann tók þátt í samkomu vegna „It‘s On Us“ átaksins sem snýr að því að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi í háskólum. Þar ræddi Biden ummæli sem Trump hefur látið falla um konur og þá sérstaklega um „Access Hollywood“ myndbandið fræga þar sem Trump, árið 2005, stærði sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum„Þeir spurðu mig hvort ég vildi taka þátt í rökræðum við þennan herramann og ég sagði nei,“ sagði Biden á þriðjudaginn. „Ef við hefðum verið í menntaskóla hefði ég farið með hann á bak við íþróttahús og lamið hann í klessu.“Biden gaf einni lítið fyrir afsökun Trump um að um „búningsklefa-tal“ hefði verið að ræða. „Ég hef verið í mörgum búningsklefum allt mitt líf. Ég er frekar góður íþróttamaður. Hver sem talaði svona var yfirleitt feitasti, ljótasti tíkarsonurinn í klefanum.“ Þetta er svipað og það sem Biden sagði í kosningabaráttunni 2016 þar sem hann tók þátt í kosningafundi Hillary Clinton.Sjá einnig: Trump „myndi elska“ að slást við Biden Trump rifjaði þau ummæli upp nýverið þar sem hann var staddur á kvöldverði í Washington DC. „Munið þið þegar hann sagði: Ég ætla að fara með þig á bak við hlöðu? Treystið mér, ég myndi lemja hann í klessu. Hann yrði auðveldur,“ sagði Trump í byrjun mánaðarins. „Heldur maður sem lætur frá sér svo svívirðilegar yfirlýsingar, virkilega að hann geti orðið forseti?“ Biden þótti líklegur til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðustu forsetakosningar og hefur hann sömuleiðis haldið þeim möguleika opnum að bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti, virðast nú metast um það hvor þeirra myndi vinna slagsmál þeirra á milli. Biden sagði á þriðjudaginn að hann myndi berja Trump „í klessu“ ef þeir væru í menntaskóla, vegna ummæla forsetans um konur. Trump svaraði Biden á Twitter í morgun og sagði að hann myndi berja Biden og að Biden myndi gráta allan tímann ef þeir færu í slag. Trump sagði Biden vera að reyna að haga sér eins og nagli en í raun væri hann aumur maður, líkamlega og andlega. „Þrátt fyrir það hótar hann mér, í annað sinn, með líkamlegu ofbeldi. Hann þekkir mig ekki, en hann myndi fara hratt í jörðina, grátandi allan tímann. Ekki hóta fólki Joe!“ skrifaði Trump.Crazy Joe Biden is trying to act like a tough guy. Actually, he is weak, both mentally and physically, and yet he threatens me, for the second time, with physical assault. He doesn't know me, but he would go down fast and hard, crying all the way. Don't threaten people Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2018 Biden var staddur í Háskóla Miami á þriðjudaginn þar sem hann tók þátt í samkomu vegna „It‘s On Us“ átaksins sem snýr að því að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi í háskólum. Þar ræddi Biden ummæli sem Trump hefur látið falla um konur og þá sérstaklega um „Access Hollywood“ myndbandið fræga þar sem Trump, árið 2005, stærði sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum„Þeir spurðu mig hvort ég vildi taka þátt í rökræðum við þennan herramann og ég sagði nei,“ sagði Biden á þriðjudaginn. „Ef við hefðum verið í menntaskóla hefði ég farið með hann á bak við íþróttahús og lamið hann í klessu.“Biden gaf einni lítið fyrir afsökun Trump um að um „búningsklefa-tal“ hefði verið að ræða. „Ég hef verið í mörgum búningsklefum allt mitt líf. Ég er frekar góður íþróttamaður. Hver sem talaði svona var yfirleitt feitasti, ljótasti tíkarsonurinn í klefanum.“ Þetta er svipað og það sem Biden sagði í kosningabaráttunni 2016 þar sem hann tók þátt í kosningafundi Hillary Clinton.Sjá einnig: Trump „myndi elska“ að slást við Biden Trump rifjaði þau ummæli upp nýverið þar sem hann var staddur á kvöldverði í Washington DC. „Munið þið þegar hann sagði: Ég ætla að fara með þig á bak við hlöðu? Treystið mér, ég myndi lemja hann í klessu. Hann yrði auðveldur,“ sagði Trump í byrjun mánaðarins. „Heldur maður sem lætur frá sér svo svívirðilegar yfirlýsingar, virkilega að hann geti orðið forseti?“ Biden þótti líklegur til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðustu forsetakosningar og hefur hann sömuleiðis haldið þeim möguleika opnum að bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira