Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 08:15 Fjölskyldan saman á góðri stund við útskrift hjá Davíð Karli. Jón Þröstur er vinstra megin við hann. Með þeim eru systur þeirra, Þórunn og Anna, og bróðir þeirra, Daníel Örn. Fjölskyldan heldur enn í vonina á erfiðum tímum. „Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira