Belja baular í útlöndum Valtýr Sigurðsson skrifar 21. mars 2019 08:00 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun