Belja baular í útlöndum Valtýr Sigurðsson skrifar 21. mars 2019 08:00 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun