Vakúmpakkaða gúrkan Sigríður María Egilsdóttir skrifar 21. mars 2019 17:00 Fyrir stuttu átti ég leið í matvöruverslun og í grænmetisdeildinni stóð ég frammi fyrir vali; hvort ætti ég að kaupa gúrku á „adamsklæðunum” eða gúrku í plastbúning í fánalitunum? Ég greip þessa í landsliðsbúningnum enda kýs ég yfirleitt íslenska framleiðslu. Þegar heim var komið og ég rétt búin að ná lambhagasalatinu úr boxinu og plastinu utan af paprikutvennunni þurfti ég að kljást við vakúmpökkuðu gúrkuna. Þeim samskiptum má helst líkja við handalögmál, en með lausa tönn og brotna nögl stóð ég þó að lokum uppi sem sigurvegari. En af hverju allt þetta plast? Í skýrslu um kolefnisspor grænmetis sem unnin var fyrir Samband Garðyrkjubænda kom m.a. fram: Í fyrsta lagi: Framleiðendur hérlendis vilja að grænmetinu sé pakkað í umbúðir svo unnt sé að tilgreina það sem íslenska afurð. Í öðru lagi: Kolefnisspor íslensks grænmetis er minna en innfluttra afurða, þrátt fyrir plastflíkurnar. Ég skil vel áhyggjur grænmetisbænda. Innlend vara er oftar en ekki dýrari en sú innflutta og ef horft væri á tvær ómerktar og allsberar gúrkur hlið við hlið, myndu sennilega flestir grípa þá ódýrari. Helsta samkeppnisforskotið felst því í upprunalandinu og þjóðarstolti. Áfram Ísland! Seinni punktur skýrslunnar afsakar þó ekki tilgangslausar umbúðir og því er mikilvægt að samtvinna sjónarmið kolefnisjöfnunar og samkeppni. Hvað með að útbúa sérstaka standa í verslunum þar sem íslensku grænmeti, í sínum náttúrulegu umbúðum, má stilla upp? Standa sem eru merktir bak og fyrir sem íslensk framleiðsla og hægt að tína til allskyns íslenskt grænmeti í merkta bréfpoka. Neytendur vilja leggja sitt að mörkum í umhverfismálum. Hér er kjörið tækifæri fyrir íslenska grænmetisbændur að auka samkeppnisforskot sitt, og samtímis afklæða íslensku gúrkuna úr plastspandexinu sem braut á mér nöglina.Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. PS. Hættið að setja tómata í ísskápinn. Þeir eiga heima við stofuhita í skjóli frá sólinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður María Egilsdóttir Umhverfismál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu átti ég leið í matvöruverslun og í grænmetisdeildinni stóð ég frammi fyrir vali; hvort ætti ég að kaupa gúrku á „adamsklæðunum” eða gúrku í plastbúning í fánalitunum? Ég greip þessa í landsliðsbúningnum enda kýs ég yfirleitt íslenska framleiðslu. Þegar heim var komið og ég rétt búin að ná lambhagasalatinu úr boxinu og plastinu utan af paprikutvennunni þurfti ég að kljást við vakúmpökkuðu gúrkuna. Þeim samskiptum má helst líkja við handalögmál, en með lausa tönn og brotna nögl stóð ég þó að lokum uppi sem sigurvegari. En af hverju allt þetta plast? Í skýrslu um kolefnisspor grænmetis sem unnin var fyrir Samband Garðyrkjubænda kom m.a. fram: Í fyrsta lagi: Framleiðendur hérlendis vilja að grænmetinu sé pakkað í umbúðir svo unnt sé að tilgreina það sem íslenska afurð. Í öðru lagi: Kolefnisspor íslensks grænmetis er minna en innfluttra afurða, þrátt fyrir plastflíkurnar. Ég skil vel áhyggjur grænmetisbænda. Innlend vara er oftar en ekki dýrari en sú innflutta og ef horft væri á tvær ómerktar og allsberar gúrkur hlið við hlið, myndu sennilega flestir grípa þá ódýrari. Helsta samkeppnisforskotið felst því í upprunalandinu og þjóðarstolti. Áfram Ísland! Seinni punktur skýrslunnar afsakar þó ekki tilgangslausar umbúðir og því er mikilvægt að samtvinna sjónarmið kolefnisjöfnunar og samkeppni. Hvað með að útbúa sérstaka standa í verslunum þar sem íslensku grænmeti, í sínum náttúrulegu umbúðum, má stilla upp? Standa sem eru merktir bak og fyrir sem íslensk framleiðsla og hægt að tína til allskyns íslenskt grænmeti í merkta bréfpoka. Neytendur vilja leggja sitt að mörkum í umhverfismálum. Hér er kjörið tækifæri fyrir íslenska grænmetisbændur að auka samkeppnisforskot sitt, og samtímis afklæða íslensku gúrkuna úr plastspandexinu sem braut á mér nöglina.Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. PS. Hættið að setja tómata í ísskápinn. Þeir eiga heima við stofuhita í skjóli frá sólinni.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun