Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 16:00 Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár. Vísir/EPA Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ströngum reglum var fylgt til þess að koma í veg fyrir leka.Mueller skilaði skýrslu sinni til William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi bent til þess undanfarnar vikur að skýrslan væri á lokametrunum kom tilkynning þess efnis að Barr hefði móttekið skýrsluna á óvart. Þá var ekki mikið gert úr því að búið væri að klára skýrsluna, hún var einfaldlega afhent án sérstakrar viðhafnar, að því er kemur fram í frétt Guardian.Þar kemur fram að eftir tveggja ára starf, fjölda ákæra og fangelsisdóma yfir suma af nánustu ráðgjöfum Bandaríkjaforseta, sé ekki vitað til þess að Mueller né starfsmenn hans hafi lekið einu einasta smáatriði um rannsóknina eða efni skýrslunnar, eitthvað sem verði að teljast óvenjulegt í Washington.William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Andrew Harnik„Við munum ekki tjá okkur“ Starfsemin er jú svo leynileg að aldrei hefur verið gefið út nákvæmlega hvar Mueller og hans teymi hefur verið til húsa í Washington. Þá greinir Guardian frá því að skrifstofa Mueller hafi fengið sérstaka heimild til að tryggja öryggi þeirra gagna sem notast var við í rannsókninni. Því sé líklegt að skref hafi verið tekin til þess að tryggja að utanaðkomandi snjallsímar og önnur raftæki sem tekið gætu upp hljóð og mynd kæmu ekki inn á skrifstofuna. Þá var þeim sem boðaðir voru til viðtals eða yfirheyrslna á skrifstofunni sagt að mæta á skrifstofu lögfræðinga þeirra, hótel eða nærliggjandi lestarstöðvar. Þaðan voru þeir sóttir af embættismönnum Muller og þeim fylgt hljóðlega inn á skrifstofur Mueller. Eftir viðtalið var þeim skutlað á sama stað og þeir voru sóttir, allt til þess að tryggja það að ekki væri hægt að fylgjast með hverjir kæmu inn og út af skrifstofum Mueller.Sjá einnig: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í RússarannsókninniÞá kemur einnig fram í frétt Guardian að blaðamenn í Washington sem alvanir séu og treysti á leka úr stjórnkerfi Bandaríkjanna hafi alfarið verið læstir úti. Enginn starfsmaður Mueller hafi svarað spurningum þeirra og þá hafi talsmaður Mueller, Peter Carr, alfarið neitað að veita blaðamannamönnum aðgang með því að gefa út yfirlýsingar, veita bakgrunnsupplýsingar eða spjalla við þá „off the record“.„Takk,“ svaraði Carr iðulega fyrirspurnum blaðamanna. „Við munum ekki tjá okkur.“Sást síðast á almannafæri í Apple-verslun Þær upplýsingar sem bandarískar fjölmiðlar hafa undir höndum um rannsóknina hafa að mestu komið úr dómskjölum úr þeim fjölmörgu dómsmálum sem Mueller hefur höfðað vegna rannsóknarinnar, sem og upplýsingum frá lögmönnum þeirra sem sætt hafa ákærum frá Mueller. Raunar hefur Mueller sjálfur farið svo huldu höfði að hann hefur aðeins í tvígang sést á almannafæri frá því að rannsóknin hófst. Í fyrra skiptið í júlí á síðasta ári er hann sást á Reagan flugvellinum í Washington. Það síðara í september er hann sást þiggja aðstoð starfsmanns Apple-verslunar í sömu borg. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður skýrslunnar um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ströngum reglum var fylgt til þess að koma í veg fyrir leka.Mueller skilaði skýrslu sinni til William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi bent til þess undanfarnar vikur að skýrslan væri á lokametrunum kom tilkynning þess efnis að Barr hefði móttekið skýrsluna á óvart. Þá var ekki mikið gert úr því að búið væri að klára skýrsluna, hún var einfaldlega afhent án sérstakrar viðhafnar, að því er kemur fram í frétt Guardian.Þar kemur fram að eftir tveggja ára starf, fjölda ákæra og fangelsisdóma yfir suma af nánustu ráðgjöfum Bandaríkjaforseta, sé ekki vitað til þess að Mueller né starfsmenn hans hafi lekið einu einasta smáatriði um rannsóknina eða efni skýrslunnar, eitthvað sem verði að teljast óvenjulegt í Washington.William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Andrew Harnik„Við munum ekki tjá okkur“ Starfsemin er jú svo leynileg að aldrei hefur verið gefið út nákvæmlega hvar Mueller og hans teymi hefur verið til húsa í Washington. Þá greinir Guardian frá því að skrifstofa Mueller hafi fengið sérstaka heimild til að tryggja öryggi þeirra gagna sem notast var við í rannsókninni. Því sé líklegt að skref hafi verið tekin til þess að tryggja að utanaðkomandi snjallsímar og önnur raftæki sem tekið gætu upp hljóð og mynd kæmu ekki inn á skrifstofuna. Þá var þeim sem boðaðir voru til viðtals eða yfirheyrslna á skrifstofunni sagt að mæta á skrifstofu lögfræðinga þeirra, hótel eða nærliggjandi lestarstöðvar. Þaðan voru þeir sóttir af embættismönnum Muller og þeim fylgt hljóðlega inn á skrifstofur Mueller. Eftir viðtalið var þeim skutlað á sama stað og þeir voru sóttir, allt til þess að tryggja það að ekki væri hægt að fylgjast með hverjir kæmu inn og út af skrifstofum Mueller.Sjá einnig: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í RússarannsókninniÞá kemur einnig fram í frétt Guardian að blaðamenn í Washington sem alvanir séu og treysti á leka úr stjórnkerfi Bandaríkjanna hafi alfarið verið læstir úti. Enginn starfsmaður Mueller hafi svarað spurningum þeirra og þá hafi talsmaður Mueller, Peter Carr, alfarið neitað að veita blaðamannamönnum aðgang með því að gefa út yfirlýsingar, veita bakgrunnsupplýsingar eða spjalla við þá „off the record“.„Takk,“ svaraði Carr iðulega fyrirspurnum blaðamanna. „Við munum ekki tjá okkur.“Sást síðast á almannafæri í Apple-verslun Þær upplýsingar sem bandarískar fjölmiðlar hafa undir höndum um rannsóknina hafa að mestu komið úr dómskjölum úr þeim fjölmörgu dómsmálum sem Mueller hefur höfðað vegna rannsóknarinnar, sem og upplýsingum frá lögmönnum þeirra sem sætt hafa ákærum frá Mueller. Raunar hefur Mueller sjálfur farið svo huldu höfði að hann hefur aðeins í tvígang sést á almannafæri frá því að rannsóknin hófst. Í fyrra skiptið í júlí á síðasta ári er hann sást á Reagan flugvellinum í Washington. Það síðara í september er hann sást þiggja aðstoð starfsmanns Apple-verslunar í sömu borg. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður skýrslunnar um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04