Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Sighvatur Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. mars 2019 13:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira