Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 13:00 Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan. Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan.
Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29