Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:16 Baldvin Þorsteinsson var ekki par hrifinn af því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má Baldvinsson eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk á milli þeirra. Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Már kom fyrir nefndina í morgun þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis.Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Hópur fólks varð vitni að atvikinu, þar á meðal Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, sem lýsti því í hádegisfréttum Bylgjunnar að greinilegt hefði verið að mönnum var heitt í hamsi. Þannig gerðist það tvisvar sinnum á fundinum að Þorsteinn Már kallaði að fundarmönnum. Slíkt hefur sjaldan eða aldrei gerst að sögn starfsmanns nefndasviðs sem fréttastofa ræddi við að fólk sem sé viðstatt opinn fund nefnda Alþingis hrópi að þeim sem sitja fyrir svörum. Þorsteinn Már sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann væri ekki sáttur við þær skýringar sem seðlabankastjóri gaf á aðgerðum Seðlabankans. „Hann þvældi bara eins og venjulega. Hann getur aldrei komið sér að efninu. Eins og oftast áður kemur hann bara með tómar rangfærslur og er að reyna að bera þær á borð fyrir fólk,“ sagði Þorsteinn en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í klippunni neðst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Már kom fyrir nefndina í morgun þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis.Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Hópur fólks varð vitni að atvikinu, þar á meðal Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, sem lýsti því í hádegisfréttum Bylgjunnar að greinilegt hefði verið að mönnum var heitt í hamsi. Þannig gerðist það tvisvar sinnum á fundinum að Þorsteinn Már kallaði að fundarmönnum. Slíkt hefur sjaldan eða aldrei gerst að sögn starfsmanns nefndasviðs sem fréttastofa ræddi við að fólk sem sé viðstatt opinn fund nefnda Alþingis hrópi að þeim sem sitja fyrir svörum. Þorsteinn Már sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann væri ekki sáttur við þær skýringar sem seðlabankastjóri gaf á aðgerðum Seðlabankans. „Hann þvældi bara eins og venjulega. Hann getur aldrei komið sér að efninu. Eins og oftast áður kemur hann bara með tómar rangfærslur og er að reyna að bera þær á borð fyrir fólk,“ sagði Þorsteinn en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í klippunni neðst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00