Fjárfestar flýja í öryggi af ótta við veika krónu, verðbólgu og lægra fasteignaverð Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 15:18 Áhrifin af falli WOW höfðu fyrirsjáanleg áhrif á markaði í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn greip inn í gengisveikingu krónunnar sem átti sér stað í morgun eftir að fregnir bárust af falli WOW air. Greinendur innan bankakerfisins segja fjárfesta hafa leitað í skjól og að miðað við hreyfingar á markaði sé búist við veikingu krónunnar, aukinni verðbólgu og jafnvel lækkun fasteignaverðs. Útflutningsfyrirtæki hafi haldið velli á meðan fyrirtæki sem hafi reitt sig á ferðaþjónustu lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir greinilegt af viðskiptum dagsins að fjármunir hafi leitað inn í verðtryggð skuldabréf. Það hafi þó ekki gerst á kostnað óverðtryggðra skuldabréfa því þau hafi haldið sér líka.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir„Áhugi á verðtryggðum skuldabréfum eykst þegar menn hafa áhyggjur af yfirvofandi verðbólgu. Þá er það algengt að maður sjái flótta úr óverðtryggðu skuldabréfunum. Að það skuli ekki gerast bendir til að menn telji meiri verðbólgu á leiðinni en að sama skapi sé Seðlabankinn ekki að fara að hækka stýrivexti og jafnvel lækka þá í samræmi við versnandi efnahagshorfur,“ segir Jón Bjarki.HB Grandi og Marel halda velli Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir fjárfesta hafa slegið fasteignafélög niður á mörkuðum í dag en úr því megi lesa að búist sé við að ferðamönnum fækki, fasteignaverð lækki jafnvel og að nýting gistirýma muni versna. Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi og tæknifyrirtækið Marel hafi hins vegar haldið velli í dag og vel það. „Afkoma þessara félaga er algjörlega óháð rekstri Íslands. Marel er bara erlent félag og ætti að hækka ef menn halda að krónan veikist af því þeir eru með erlent sjóðsstreymi. Áhrifin á Granda eru lítil sem engin. Þetta er bara útflutningsfyrirtæki, þar gildir það sama, ef menn halda að krónan veikist ætti Grandi að hækka.“Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/egillSveinn segir að gengi hlutabréfi hafi farið lækkandi undanfarna mánuði og sama gildi um krónuna. Ein evra hafi kostað 120 krónur í haust en í dag kosti hún 137 krónur. „Og menn vissu að WOW yrði í vandræðum og ferðamönnum myndi fækka,“ segir Sveinn.Áhrifin minni en búist var við Hann segir ásókn í verðtryggð skuldabréfa vera flótta í öryggi og menn vilji þannig tryggja sig gegn aukinni verðbólgu vegna veikari krónu. Sveinn segir að hreyfingar á markaði í dag hafi verið eftir bókinni. Hlutabréfamarkaðurinn hafi lækkað og bitnaði mest á félögum sem séu háð ferðaþjónustu. Áhrifin hafi þó verið minni en hann átti von á og þar gæti hafa spilað inn í að fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum var afstýrt. Króna veiktist nokkuð mikið í morgun þegar fregnir bárust af falli WOW air. Ein evra kostaði 136 krónur klukkan níu í morgun en var komin upp í 139 krónur um klukkan tíu. Veikingin gekk nokkuð hratt til baka og var komin niður í 137 krónur um klukkan ellefu og hefur haldið sér þar í dag. Sveinn segir nokkuð augljóst að Seðlabankinn hafi stigið inn á markað til að vinna gegn veikingu krónunnar. Húsnæðismál Íslenska krónan Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Seðlabankinn greip inn í gengisveikingu krónunnar sem átti sér stað í morgun eftir að fregnir bárust af falli WOW air. Greinendur innan bankakerfisins segja fjárfesta hafa leitað í skjól og að miðað við hreyfingar á markaði sé búist við veikingu krónunnar, aukinni verðbólgu og jafnvel lækkun fasteignaverðs. Útflutningsfyrirtæki hafi haldið velli á meðan fyrirtæki sem hafi reitt sig á ferðaþjónustu lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir greinilegt af viðskiptum dagsins að fjármunir hafi leitað inn í verðtryggð skuldabréf. Það hafi þó ekki gerst á kostnað óverðtryggðra skuldabréfa því þau hafi haldið sér líka.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir„Áhugi á verðtryggðum skuldabréfum eykst þegar menn hafa áhyggjur af yfirvofandi verðbólgu. Þá er það algengt að maður sjái flótta úr óverðtryggðu skuldabréfunum. Að það skuli ekki gerast bendir til að menn telji meiri verðbólgu á leiðinni en að sama skapi sé Seðlabankinn ekki að fara að hækka stýrivexti og jafnvel lækka þá í samræmi við versnandi efnahagshorfur,“ segir Jón Bjarki.HB Grandi og Marel halda velli Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir fjárfesta hafa slegið fasteignafélög niður á mörkuðum í dag en úr því megi lesa að búist sé við að ferðamönnum fækki, fasteignaverð lækki jafnvel og að nýting gistirýma muni versna. Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi og tæknifyrirtækið Marel hafi hins vegar haldið velli í dag og vel það. „Afkoma þessara félaga er algjörlega óháð rekstri Íslands. Marel er bara erlent félag og ætti að hækka ef menn halda að krónan veikist af því þeir eru með erlent sjóðsstreymi. Áhrifin á Granda eru lítil sem engin. Þetta er bara útflutningsfyrirtæki, þar gildir það sama, ef menn halda að krónan veikist ætti Grandi að hækka.“Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/egillSveinn segir að gengi hlutabréfi hafi farið lækkandi undanfarna mánuði og sama gildi um krónuna. Ein evra hafi kostað 120 krónur í haust en í dag kosti hún 137 krónur. „Og menn vissu að WOW yrði í vandræðum og ferðamönnum myndi fækka,“ segir Sveinn.Áhrifin minni en búist var við Hann segir ásókn í verðtryggð skuldabréfa vera flótta í öryggi og menn vilji þannig tryggja sig gegn aukinni verðbólgu vegna veikari krónu. Sveinn segir að hreyfingar á markaði í dag hafi verið eftir bókinni. Hlutabréfamarkaðurinn hafi lækkað og bitnaði mest á félögum sem séu háð ferðaþjónustu. Áhrifin hafi þó verið minni en hann átti von á og þar gæti hafa spilað inn í að fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum var afstýrt. Króna veiktist nokkuð mikið í morgun þegar fregnir bárust af falli WOW air. Ein evra kostaði 136 krónur klukkan níu í morgun en var komin upp í 139 krónur um klukkan tíu. Veikingin gekk nokkuð hratt til baka og var komin niður í 137 krónur um klukkan ellefu og hefur haldið sér þar í dag. Sveinn segir nokkuð augljóst að Seðlabankinn hafi stigið inn á markað til að vinna gegn veikingu krónunnar.
Húsnæðismál Íslenska krónan Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent