Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 15:30 Klukkunni var flýtt um klukkustund í Bandaríkjunum um helgina. Vísir/EPA Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann. Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann.
Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira