Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 11:00 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni 9. febrúar síðastliðinn en Davíð Karl bróðir hans segir fjölskyldu hans langt frá því að hafa gefist upp á leitinni. „Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
„Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels