Framkvæmdastjóri Evrópuútgerðar Samherja hættir Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 10:07 Óskar Ævarsson Samherji Óskar Ævarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja. Greint er frá þessu á vef Samherja en þar kemur fram að Óskar hafi starfað hjá Samherja í rúma þrjá áratugi. Óskar hóf störf hjá Samherja í maí 1989 sem yfirvélstjóri á Hjalteyrinni EA310 og var síðan yfirvélstjóri á ýmsum skipum Samherja allt þar til hann kom í land árið 1997. Hann flutti til Grindavíkur og tók við rekstri Fiskimjöls & Lýsis, en það fyrirtæki var þá í eigu Samherja en rann síðar inn í Samherjasamstæðuna, meðan Óskar hafði yfirumsjón með rekstrinum. Árið 2006 lagði Óskar síðan land undir fót og flutti með fjölskylduna í nágrenni Cuxhaven í Þýskalandi, þar sem hann réð sig sem framkvæmdastjóra útgerðasviðs EU útgerðar Samherja. Þar hefur Óskar staðið í brúnni í nærri 14 ár og meðal annars haft yfirumsjón með nýsmíðaverkefnum á sama tíma og hann hefur verið vakinn og sofinn yfir daglegri útgerð skipa Samherja, sem eru gerð út undir mismunandi þjóðfánum Evrópusambandsríkja. Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðasviðs EU útgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi. Pétur Þór Erlingsson hefur búið í nágrenni Cuxhaven frá árinu 2016 og verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs EU útgerðar frá þeim tíma. Pétur er vélfræðingur og rafvirki að mennt ásamt því að hafa lokið véla- og rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Skrifstofunni í Cuxhaven berst liðstyrkur frá Akureyri, þar sem Guðmundur Óli Hilmisson hefur ákveðið að flytja til Cuxhaven með fjölskyldu sinni. Guðmundur hefur verið Gæðastjóri hjá Samherja frá árinu 2015 en mun hefja störf sem framkvæmdastjóri útgerðasviðs EU útgerðar Samherja við hlið Péturs Þórs. Guðmundur Óli er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Í september á síðasta ári réð Elísabet Ýr Sveinsdóttir sig til EU útgerðar Samherja. Elísabet er Viðskipafræðingur frá Bifröst og með meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind ( MABI - Management accounting and business intelligence) frá Háskólanum í Reykjavík. Elísabet mun vinna við þróun kerfis þar sem rauntímagögn úr rekstri, veiðum, framleiðslu og sölu eru vistuð í lotur og að þannig verði hægt að bera saman kennitölur úr rekstri í rauntíma við sögulegar rekstrartölur. Sjávarútvegur Vistaskipti Þýskaland Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Óskar Ævarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja. Greint er frá þessu á vef Samherja en þar kemur fram að Óskar hafi starfað hjá Samherja í rúma þrjá áratugi. Óskar hóf störf hjá Samherja í maí 1989 sem yfirvélstjóri á Hjalteyrinni EA310 og var síðan yfirvélstjóri á ýmsum skipum Samherja allt þar til hann kom í land árið 1997. Hann flutti til Grindavíkur og tók við rekstri Fiskimjöls & Lýsis, en það fyrirtæki var þá í eigu Samherja en rann síðar inn í Samherjasamstæðuna, meðan Óskar hafði yfirumsjón með rekstrinum. Árið 2006 lagði Óskar síðan land undir fót og flutti með fjölskylduna í nágrenni Cuxhaven í Þýskalandi, þar sem hann réð sig sem framkvæmdastjóra útgerðasviðs EU útgerðar Samherja. Þar hefur Óskar staðið í brúnni í nærri 14 ár og meðal annars haft yfirumsjón með nýsmíðaverkefnum á sama tíma og hann hefur verið vakinn og sofinn yfir daglegri útgerð skipa Samherja, sem eru gerð út undir mismunandi þjóðfánum Evrópusambandsríkja. Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðasviðs EU útgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi. Pétur Þór Erlingsson hefur búið í nágrenni Cuxhaven frá árinu 2016 og verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs EU útgerðar frá þeim tíma. Pétur er vélfræðingur og rafvirki að mennt ásamt því að hafa lokið véla- og rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Skrifstofunni í Cuxhaven berst liðstyrkur frá Akureyri, þar sem Guðmundur Óli Hilmisson hefur ákveðið að flytja til Cuxhaven með fjölskyldu sinni. Guðmundur hefur verið Gæðastjóri hjá Samherja frá árinu 2015 en mun hefja störf sem framkvæmdastjóri útgerðasviðs EU útgerðar Samherja við hlið Péturs Þórs. Guðmundur Óli er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Í september á síðasta ári réð Elísabet Ýr Sveinsdóttir sig til EU útgerðar Samherja. Elísabet er Viðskipafræðingur frá Bifröst og með meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind ( MABI - Management accounting and business intelligence) frá Háskólanum í Reykjavík. Elísabet mun vinna við þróun kerfis þar sem rauntímagögn úr rekstri, veiðum, framleiðslu og sölu eru vistuð í lotur og að þannig verði hægt að bera saman kennitölur úr rekstri í rauntíma við sögulegar rekstrartölur.
Sjávarútvegur Vistaskipti Þýskaland Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira