Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2019 11:31 Hrefna Rósa Sætran rekur áfram nokkra af vinsælustu veitingastöðum landsins. Vísir Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. Staðurinn opnaði í ágúst á síðasta ári. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Í tilkynningu frá Skelfiskmarkaðnum er haft eftir Hrefnu að allt hafi verið gert til að halda staðnum gangandi. Hún og viðskiptafélagar hennar hafi þó að á endanum þurft að taka ákvörðun um hvort réttast væri að reyna áfram og vona það besta, eða fara þá leið sem verður farin að loka staðnum. „Þetta er mjög erfið ákvörðun en blákaldur veruleikinn er sá að þetta ömurlega atvik sem kom upp í nóvember hafði það mikil áhrif að þetta er bara því miður staðan. Salan minnkaði um meira en helming eftir þetta og það setur strik í reikninginn. Eftir þriggja ára undirbúning opnuðum við staðinn á erfiðum tíma og ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum undanfarið að það er ekki auðvelt að reka veitingastað í dag og hvað þá þegar atvik sem þetta kemur upp,“ segir Hrefna.Einbeitir sér að hinum Engu að síður segist Hrefna, sem áfram rekur veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn, stolt af því sem henni tókst að gera með staðinn og sér ekki eftir því að hafa ráðist í reksturinn. „Eins og vitað er þá gengur ekki alltaf allt upp í viðskiptum og þannig var það í þetta skiptið. En þá er gáfulegt að einbeita sér að því sem gengur vel og það ætla ég einmitt að gera og setja alla mína starfsorku í að leyfa Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum að halda áfram að blómstra. Staðurinn er því formlega til sölu,“ segir Hrefna. Í sameiginlegri yfirlýsingu Matvælastofnunar, sóttvarnarlæknis og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gefin var út vegna fyrrnefnds nóróveirutilfellis, kom fram að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi væri í gildi á Skelfiskmarkaðnum. Veitingastaðirnir þrír, Skelfiskmarkaðurinn, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, eru reknir af aðskildum fyrirtækjum en meðeigendur Hrefnu að Skelfiskmarkaðnum eru Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson, Axel B Clausen og Eysteinn Orri Valsson. Axel var framkvæmdastjóri og Eysteinn rekstrarstjóri staðarins. Heilbrigðismál Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 28. nóvember 2018 13:28 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. Staðurinn opnaði í ágúst á síðasta ári. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Í tilkynningu frá Skelfiskmarkaðnum er haft eftir Hrefnu að allt hafi verið gert til að halda staðnum gangandi. Hún og viðskiptafélagar hennar hafi þó að á endanum þurft að taka ákvörðun um hvort réttast væri að reyna áfram og vona það besta, eða fara þá leið sem verður farin að loka staðnum. „Þetta er mjög erfið ákvörðun en blákaldur veruleikinn er sá að þetta ömurlega atvik sem kom upp í nóvember hafði það mikil áhrif að þetta er bara því miður staðan. Salan minnkaði um meira en helming eftir þetta og það setur strik í reikninginn. Eftir þriggja ára undirbúning opnuðum við staðinn á erfiðum tíma og ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum undanfarið að það er ekki auðvelt að reka veitingastað í dag og hvað þá þegar atvik sem þetta kemur upp,“ segir Hrefna.Einbeitir sér að hinum Engu að síður segist Hrefna, sem áfram rekur veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn, stolt af því sem henni tókst að gera með staðinn og sér ekki eftir því að hafa ráðist í reksturinn. „Eins og vitað er þá gengur ekki alltaf allt upp í viðskiptum og þannig var það í þetta skiptið. En þá er gáfulegt að einbeita sér að því sem gengur vel og það ætla ég einmitt að gera og setja alla mína starfsorku í að leyfa Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum að halda áfram að blómstra. Staðurinn er því formlega til sölu,“ segir Hrefna. Í sameiginlegri yfirlýsingu Matvælastofnunar, sóttvarnarlæknis og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gefin var út vegna fyrrnefnds nóróveirutilfellis, kom fram að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi væri í gildi á Skelfiskmarkaðnum. Veitingastaðirnir þrír, Skelfiskmarkaðurinn, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, eru reknir af aðskildum fyrirtækjum en meðeigendur Hrefnu að Skelfiskmarkaðnum eru Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson, Axel B Clausen og Eysteinn Orri Valsson. Axel var framkvæmdastjóri og Eysteinn rekstrarstjóri staðarins.
Heilbrigðismál Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 28. nóvember 2018 13:28 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41
Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 28. nóvember 2018 13:28