„Ég er hér, ég er glöð, get used to it“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2019 21:51 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. Þetta segir Sólveig Anna í Facebook-færslu en þar segir hún gleði sína sanna og afleiðinga af ýmsu. Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld. Sólveig hefur bent á að þessi hópur, þernur á hótelum, séu einn lægst launaði hópurinn í íslensku samfélagi. „Þær konur sem ég hef hitt og talað við sem eru sannarlega láglaunakonur í íslensku samfélagi er mjög glaðar! Þær voru glaðar yfir því að fá tækifæri til að greiða atkvæði og þær eru glaðar yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf,“ segir Sólveig. Sólveig Anna segist meðal annars vera glöð því sjálf hefur hún unnið láglaunastörf í tíu ár. Vísir/VilhelmHún segist glöð af því að hún hefur starfað sem láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði í tíu ár. „Ég veit nákvæmlega hvernig það er að fá ömurleg laun fyrir mikla og erfiða vinnu og ég veit að ég hefði orðið glöð yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf til að sýna öllum sem notuðu vinnuaflið mitt til að láta hlutina ganga upp að hlutirnir myndu ekki ganga upp ef að ég legði niður störf. Til þess að knýja á um að ég þyrfti ekki lengur að sætta mig við að vera á eilífu útsöluverði,“ segir Sólveig Anna. Þá segist hún glöð yfir því að raddir láglaunakvenna í íslensku samfélagi fái loksins að heyrast hátt og skýrt. „Þrátt fyrir að Ísland mælist hæst á listum um kynja-jafnrétti er staðreyndin sú að láglaunakonan hefur ekki fengið neitt pláss eða nein völd. Að okkur hafi tekist að troða okkur í sviðsljósið, að við skulum allt í einu vera orðnar "hættulegar" er sögulegt; eignalausar, valdalausar, peningalausar konur eru allt í einu orðnar afl í íslensku samfélagi, afl sem mögulega þarf að taka tillit til og hlusta á! Er ekki við hæfi að gleðjast yfir því?,“ spyr Sólveig Anna. Hún segist hafa skilning á því að þeir sem hafa mikið á milli handanna skilji ekki tilfinningar kvenna sem vinna láglaunastörf.Vísir/VilhelmHún segist hafa skilning á því að mennirnir „með mörgu milljónirnar“ skilji tilfinningar þeirra ekki. „Þeir vita ekki hvernig það er að fá aldrei nóg útborgað þrátt fyrir að hafa unnið heilan mánuð, að fá aldrei nóg útborgað mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, frá unga aldri fram á gamals aldur. Þeir vita ekkert hvernig tilfinningar vakna við það.“ Vegna þess að þeir hafa aldrei verið í þeirri stöðu hafnar hún alfarið mati þeirra á því hvað sé við hæfi tilfinningalega séð og hvað er ekki við hæfi. „Ég er hér, ég er glöð, get used to it.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. 7. mars 2019 19:21 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. Þetta segir Sólveig Anna í Facebook-færslu en þar segir hún gleði sína sanna og afleiðinga af ýmsu. Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld. Sólveig hefur bent á að þessi hópur, þernur á hótelum, séu einn lægst launaði hópurinn í íslensku samfélagi. „Þær konur sem ég hef hitt og talað við sem eru sannarlega láglaunakonur í íslensku samfélagi er mjög glaðar! Þær voru glaðar yfir því að fá tækifæri til að greiða atkvæði og þær eru glaðar yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf,“ segir Sólveig. Sólveig Anna segist meðal annars vera glöð því sjálf hefur hún unnið láglaunastörf í tíu ár. Vísir/VilhelmHún segist glöð af því að hún hefur starfað sem láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði í tíu ár. „Ég veit nákvæmlega hvernig það er að fá ömurleg laun fyrir mikla og erfiða vinnu og ég veit að ég hefði orðið glöð yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf til að sýna öllum sem notuðu vinnuaflið mitt til að láta hlutina ganga upp að hlutirnir myndu ekki ganga upp ef að ég legði niður störf. Til þess að knýja á um að ég þyrfti ekki lengur að sætta mig við að vera á eilífu útsöluverði,“ segir Sólveig Anna. Þá segist hún glöð yfir því að raddir láglaunakvenna í íslensku samfélagi fái loksins að heyrast hátt og skýrt. „Þrátt fyrir að Ísland mælist hæst á listum um kynja-jafnrétti er staðreyndin sú að láglaunakonan hefur ekki fengið neitt pláss eða nein völd. Að okkur hafi tekist að troða okkur í sviðsljósið, að við skulum allt í einu vera orðnar "hættulegar" er sögulegt; eignalausar, valdalausar, peningalausar konur eru allt í einu orðnar afl í íslensku samfélagi, afl sem mögulega þarf að taka tillit til og hlusta á! Er ekki við hæfi að gleðjast yfir því?,“ spyr Sólveig Anna. Hún segist hafa skilning á því að þeir sem hafa mikið á milli handanna skilji ekki tilfinningar kvenna sem vinna láglaunastörf.Vísir/VilhelmHún segist hafa skilning á því að mennirnir „með mörgu milljónirnar“ skilji tilfinningar þeirra ekki. „Þeir vita ekki hvernig það er að fá aldrei nóg útborgað þrátt fyrir að hafa unnið heilan mánuð, að fá aldrei nóg útborgað mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, frá unga aldri fram á gamals aldur. Þeir vita ekkert hvernig tilfinningar vakna við það.“ Vegna þess að þeir hafa aldrei verið í þeirri stöðu hafnar hún alfarið mati þeirra á því hvað sé við hæfi tilfinningalega séð og hvað er ekki við hæfi. „Ég er hér, ég er glöð, get used to it.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. 7. mars 2019 19:21 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. 7. mars 2019 19:21
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21