Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 23:15 Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta. Getty/Andrew Harrer Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður „forhertur glæpamaður“ sem fór „endurtekið og blygðunarlaust“ á svig við lögin í nýrri greinargerð frá Roberti Mueller, sérstökum saksóknara. Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. Í greinargerðinni segir að Manafort eigi skilið viðbótarfangelsisdóm fyrir glæpi sína en hann á þegar yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi fyrir fjársvik í Virginíuríki. Viðbótardómurinn eigi að endurspegla alvarleika glæpanna sem hann hafi framið og er mælt með harðri refsingu. Í greinargerðinni segir enn fremur að Manafort hafi verið forhertur og fastheldinn í viðleitni sinni til lögbrota. Þá hafi hann ekki sýnt af sér neina iðrun vegna glæpa sinna og sé jafnframt líklegur til að brjóta af sér á ný.Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár.Vísir/EPAManafort var kosningastjóri Trumps í forsetakosningunum árið 2016 en hann hefur verið í fangelsi síðan í júní. Hann samþykkti í fyrra að veita Mueller upplýsingar í skiptum fyrir vægari dóm. Eftir að rannsókn Mueller á Manafort hófst játaði sá síðarnefndi skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.Í nóvember á síðasta ári sakaði Mueller Manafort um að hafa logið að rannsakandum og þar með brotið gegn samkomulagi þeirra. Dómari komst svo að þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mánuði að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Var þá talið líklegt að sá dómur þýddi að dómur í málunum þar sem hann játaði sök yrði þyngdur. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Manafort í Virginíu þann 8. mars næstkomandi. Þá verður dómsuppkvaðning í máli hans í Washington fimm dögum síðar, 13. mars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður „forhertur glæpamaður“ sem fór „endurtekið og blygðunarlaust“ á svig við lögin í nýrri greinargerð frá Roberti Mueller, sérstökum saksóknara. Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. Í greinargerðinni segir að Manafort eigi skilið viðbótarfangelsisdóm fyrir glæpi sína en hann á þegar yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi fyrir fjársvik í Virginíuríki. Viðbótardómurinn eigi að endurspegla alvarleika glæpanna sem hann hafi framið og er mælt með harðri refsingu. Í greinargerðinni segir enn fremur að Manafort hafi verið forhertur og fastheldinn í viðleitni sinni til lögbrota. Þá hafi hann ekki sýnt af sér neina iðrun vegna glæpa sinna og sé jafnframt líklegur til að brjóta af sér á ný.Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár.Vísir/EPAManafort var kosningastjóri Trumps í forsetakosningunum árið 2016 en hann hefur verið í fangelsi síðan í júní. Hann samþykkti í fyrra að veita Mueller upplýsingar í skiptum fyrir vægari dóm. Eftir að rannsókn Mueller á Manafort hófst játaði sá síðarnefndi skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.Í nóvember á síðasta ári sakaði Mueller Manafort um að hafa logið að rannsakandum og þar með brotið gegn samkomulagi þeirra. Dómari komst svo að þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mánuði að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Var þá talið líklegt að sá dómur þýddi að dómur í málunum þar sem hann játaði sök yrði þyngdur. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Manafort í Virginíu þann 8. mars næstkomandi. Þá verður dómsuppkvaðning í máli hans í Washington fimm dögum síðar, 13. mars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34