Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 19:30 Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira