Enn ekkert fast í hendi um stuðning Trump við útgjaldafrumvörp Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 16:07 Hægrisinnaðir fjölmiðlamenn voru taldir hafa haft mikil áhrif á ákvörðun Trump um að loka alríkisstofunum til að knýja á um fjárveitingu til landamæramúrsins. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent