Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 21:00 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Getty/Jeff J. Mitchell Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41