Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:50 Gabbard við ríkisfána Havaí á kosningafundi þar sem hún lýsti formlega yfir framboði í gær. AP/Marco Garcia Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52