Tími Michelsen á Laugavegi liðinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 12:00 Frank M. Michelsen og Frank Ú. Michelsen létu ekki smá frost á sig fá og stilltu sér upp fyrir framan verslun Michelsen á Laugavegi í morgun. Vísir/Vilhelm Eftir næstum átta áratugi á Laugavegi hafa Michelsen úrsmiðir ákveðið að söðla um. Skellt verður í lás á Laugavegi 15 og mun verslun Michelsen flytja í nýtt rými á Hafnartorgi með vorinu. Búið er að undirrita leigusamning á nýjum stað en tilkynnt verður um nákvæman flutningsdag þegar nær dregur. Frank M. Michelsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar, segir að ákvörðun um flutninginn hafi verið tekin eftir mat aðstandenda á miðborg Reykjavíkur. „Við horfðum á Hörpu sem ákveðinn pól og Hallgrímskirkju sem annan pól. Eftir það spurðum við okkur: Hvar er best að koma verslun fyrir á milli þessara póla?“ segir Frank. Hafnartorg sé einmitt mitt á milli þessara vinsælu viðkomustaða í miðborginni. Þá skemmi ekki fyrir að sögn Franks að viðskiptavinir Michelsen hafi aðgang að fjölda bílastæða á nýja staðnum, sem finna má í bílakjallara undir Hafnartorgi.Markaðsnafni Franch Michelsen ehf. var breytt í MICHELSEN árið 2009, í tilefni þess að þá voru 100 ár frá stofnun fyrirtækisins. Nú, á 110 ára afmælinu, stendur til að flytja af Laugavegi á Hafnartorg.Vísir/VilhelmNý lúxusmerki á 110 ára afmælinu Langafi Franks, Jörgen Frank Michelsen, stofnaði fyrstu verslunina undir merkjum Michelsen á Sauðárkróki árið 1909 og fagnar verslunin því 110 ára afmæli í ár. Á árunum 1943-1946 voru reknar tvær verslanir, ein fyrir norðan og ein í Reykjavík, en þær sameinuðust svo í eina verslun í Reykjavík. Sú verslun var rekin við Laugaveg 39 í um hálfa öld, áður en hún fluttist árið 1993 á Laugaveg 15. Þegar Michelsen flytur á Hafnartorg í vor lýkur því næstum 80 ára sögu verslunarinnar á Laugavegi. Í tilefni 110 afmælisins segir Frank að til standi að bjóða upp á „ný lúxusmerki sem hafa ekki verið áður fáanleg á Íslandi.“ Þau verði kynnt með hækkandi sól, en vonir Michelsen standa til að geta boðið upp á hin nýju merki í nýju versluninni á Hafnartorgi. Neytendur Reykjavík Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Eftir næstum átta áratugi á Laugavegi hafa Michelsen úrsmiðir ákveðið að söðla um. Skellt verður í lás á Laugavegi 15 og mun verslun Michelsen flytja í nýtt rými á Hafnartorgi með vorinu. Búið er að undirrita leigusamning á nýjum stað en tilkynnt verður um nákvæman flutningsdag þegar nær dregur. Frank M. Michelsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar, segir að ákvörðun um flutninginn hafi verið tekin eftir mat aðstandenda á miðborg Reykjavíkur. „Við horfðum á Hörpu sem ákveðinn pól og Hallgrímskirkju sem annan pól. Eftir það spurðum við okkur: Hvar er best að koma verslun fyrir á milli þessara póla?“ segir Frank. Hafnartorg sé einmitt mitt á milli þessara vinsælu viðkomustaða í miðborginni. Þá skemmi ekki fyrir að sögn Franks að viðskiptavinir Michelsen hafi aðgang að fjölda bílastæða á nýja staðnum, sem finna má í bílakjallara undir Hafnartorgi.Markaðsnafni Franch Michelsen ehf. var breytt í MICHELSEN árið 2009, í tilefni þess að þá voru 100 ár frá stofnun fyrirtækisins. Nú, á 110 ára afmælinu, stendur til að flytja af Laugavegi á Hafnartorg.Vísir/VilhelmNý lúxusmerki á 110 ára afmælinu Langafi Franks, Jörgen Frank Michelsen, stofnaði fyrstu verslunina undir merkjum Michelsen á Sauðárkróki árið 1909 og fagnar verslunin því 110 ára afmæli í ár. Á árunum 1943-1946 voru reknar tvær verslanir, ein fyrir norðan og ein í Reykjavík, en þær sameinuðust svo í eina verslun í Reykjavík. Sú verslun var rekin við Laugaveg 39 í um hálfa öld, áður en hún fluttist árið 1993 á Laugaveg 15. Þegar Michelsen flytur á Hafnartorg í vor lýkur því næstum 80 ára sögu verslunarinnar á Laugavegi. Í tilefni 110 afmælisins segir Frank að til standi að bjóða upp á „ný lúxusmerki sem hafa ekki verið áður fáanleg á Íslandi.“ Þau verði kynnt með hækkandi sól, en vonir Michelsen standa til að geta boðið upp á hin nýju merki í nýju versluninni á Hafnartorgi.
Neytendur Reykjavík Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira