Tími Michelsen á Laugavegi liðinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 12:00 Frank M. Michelsen og Frank Ú. Michelsen létu ekki smá frost á sig fá og stilltu sér upp fyrir framan verslun Michelsen á Laugavegi í morgun. Vísir/Vilhelm Eftir næstum átta áratugi á Laugavegi hafa Michelsen úrsmiðir ákveðið að söðla um. Skellt verður í lás á Laugavegi 15 og mun verslun Michelsen flytja í nýtt rými á Hafnartorgi með vorinu. Búið er að undirrita leigusamning á nýjum stað en tilkynnt verður um nákvæman flutningsdag þegar nær dregur. Frank M. Michelsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar, segir að ákvörðun um flutninginn hafi verið tekin eftir mat aðstandenda á miðborg Reykjavíkur. „Við horfðum á Hörpu sem ákveðinn pól og Hallgrímskirkju sem annan pól. Eftir það spurðum við okkur: Hvar er best að koma verslun fyrir á milli þessara póla?“ segir Frank. Hafnartorg sé einmitt mitt á milli þessara vinsælu viðkomustaða í miðborginni. Þá skemmi ekki fyrir að sögn Franks að viðskiptavinir Michelsen hafi aðgang að fjölda bílastæða á nýja staðnum, sem finna má í bílakjallara undir Hafnartorgi.Markaðsnafni Franch Michelsen ehf. var breytt í MICHELSEN árið 2009, í tilefni þess að þá voru 100 ár frá stofnun fyrirtækisins. Nú, á 110 ára afmælinu, stendur til að flytja af Laugavegi á Hafnartorg.Vísir/VilhelmNý lúxusmerki á 110 ára afmælinu Langafi Franks, Jörgen Frank Michelsen, stofnaði fyrstu verslunina undir merkjum Michelsen á Sauðárkróki árið 1909 og fagnar verslunin því 110 ára afmæli í ár. Á árunum 1943-1946 voru reknar tvær verslanir, ein fyrir norðan og ein í Reykjavík, en þær sameinuðust svo í eina verslun í Reykjavík. Sú verslun var rekin við Laugaveg 39 í um hálfa öld, áður en hún fluttist árið 1993 á Laugaveg 15. Þegar Michelsen flytur á Hafnartorg í vor lýkur því næstum 80 ára sögu verslunarinnar á Laugavegi. Í tilefni 110 afmælisins segir Frank að til standi að bjóða upp á „ný lúxusmerki sem hafa ekki verið áður fáanleg á Íslandi.“ Þau verði kynnt með hækkandi sól, en vonir Michelsen standa til að geta boðið upp á hin nýju merki í nýju versluninni á Hafnartorgi. Neytendur Reykjavík Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Eftir næstum átta áratugi á Laugavegi hafa Michelsen úrsmiðir ákveðið að söðla um. Skellt verður í lás á Laugavegi 15 og mun verslun Michelsen flytja í nýtt rými á Hafnartorgi með vorinu. Búið er að undirrita leigusamning á nýjum stað en tilkynnt verður um nákvæman flutningsdag þegar nær dregur. Frank M. Michelsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar, segir að ákvörðun um flutninginn hafi verið tekin eftir mat aðstandenda á miðborg Reykjavíkur. „Við horfðum á Hörpu sem ákveðinn pól og Hallgrímskirkju sem annan pól. Eftir það spurðum við okkur: Hvar er best að koma verslun fyrir á milli þessara póla?“ segir Frank. Hafnartorg sé einmitt mitt á milli þessara vinsælu viðkomustaða í miðborginni. Þá skemmi ekki fyrir að sögn Franks að viðskiptavinir Michelsen hafi aðgang að fjölda bílastæða á nýja staðnum, sem finna má í bílakjallara undir Hafnartorgi.Markaðsnafni Franch Michelsen ehf. var breytt í MICHELSEN árið 2009, í tilefni þess að þá voru 100 ár frá stofnun fyrirtækisins. Nú, á 110 ára afmælinu, stendur til að flytja af Laugavegi á Hafnartorg.Vísir/VilhelmNý lúxusmerki á 110 ára afmælinu Langafi Franks, Jörgen Frank Michelsen, stofnaði fyrstu verslunina undir merkjum Michelsen á Sauðárkróki árið 1909 og fagnar verslunin því 110 ára afmæli í ár. Á árunum 1943-1946 voru reknar tvær verslanir, ein fyrir norðan og ein í Reykjavík, en þær sameinuðust svo í eina verslun í Reykjavík. Sú verslun var rekin við Laugaveg 39 í um hálfa öld, áður en hún fluttist árið 1993 á Laugaveg 15. Þegar Michelsen flytur á Hafnartorg í vor lýkur því næstum 80 ára sögu verslunarinnar á Laugavegi. Í tilefni 110 afmælisins segir Frank að til standi að bjóða upp á „ný lúxusmerki sem hafa ekki verið áður fáanleg á Íslandi.“ Þau verði kynnt með hækkandi sól, en vonir Michelsen standa til að geta boðið upp á hin nýju merki í nýju versluninni á Hafnartorgi.
Neytendur Reykjavík Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira