Hvetja íslenska nema til að halda sig við fyrirætlanir þrátt fyrir Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. febrúar 2019 19:30 Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira