Bergþór sest hugsanlega aftur í formannsstólinn í vor Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 19:00 Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54