Rukka WOW air um lendingargjöld og vilja endurgreiðslu á niðurgreiðslum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 14:15 Með endurskipulagningu flugfélagsins og fækkun véla er ljóst að WOW air getur ekki flutt jafn marga farþega og í fyrra. vísir/vilhelm Flugvallastjórn Allegheny-sýslu í Bandaríkjunum vill að WOW air endurgreiði niðurgreiðslur sem flugfélagið WOW air fékk fyrir samning um að fljúga til Pittsburgh í Bandaríkjunum til tveggja ára. Þá mun flugvallastjórnin rukka flugfélagið um lendingargjöld á flugvellinum, gjöld sem hefðu fallið niður hefði WOW air staðið við sinn hluta samningsins.Þetta kemur fram í frétt staðarblaðsins Pittsburgh Post-Gazette. WOW air hóf flug til Pittsburgh í júní árið 2017 og virðist hafa gert samning við flugvallastjórn Allegheny-sýslu, sem fer með forráð yfir alþjóðaflugvellinum í Pittsburgh. Í frétt Post-Gazette kemur fram að í skiptum fyrir beint flug til tveggja ára frá Íslandi til Pittsburgh hafi flugvallarstjórnin heitið því að veita flugfélaginu 800 þúsund dollara niðurgreiðslu, tæplega 100 milljónir króna, sem skipt yrði niður á samningstímann.Þá virðist einnig hafa verið samið um að lendingargjöld WOW air fyrir hið tveggja ára tímabil myndu falla niður, stæði WOW air við það að fljúga til Pittsburgh út samningstímabilið. Samningurinn átti að renna út í júní á þessu ári. WOW air hefur þó sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika og er nú í miðjum samningaviðræðum við Indigo Partners um aðkomu félagsins að íslenska flugfélaginu og innspýtingu fjárs. Í þeim viðræðum virðist felast endurskipulagning á leiðakerfi félagsins en WOW air hefur losað sig við flugvélar og fækkað áfangastöðum, ekki síst í Bandaríkjunum. Var flug WOW air til Pittsburgh eitt af fórnarlömbum endurskipulagningarinnar en síðasta flug WOW air frá Pittsburgh til Íslands var flogið 11. janúar síðastliðinn, að því er kemur fram í Post-Gazette.Vilja hátt í 70 milljónir króna frá WOW Forráðamenn flugvallastjórnarinnar í Allegheny-sýslu vilja því nú fá peningana sína aftur. Vilja þeir fá til baka 187.500 dollara, um 22 milljónir króna, sem félagið hafði þegar fengið vegna niðurgreiðslna á fluginu til og frá Pittsburgh. Þá vill flugvallastjórnin að WOW air greiði 377.922 dollara í lendingargjöld, um 45 milljónir króna, sem hefðu sem fyrr segir, fallið niður hefði flug WOW air til Pittsburgh enst út samningstímabilið.Í viðtali við Post-Gazette segir Cristina Cassotis, forstjóri flugvallastjórnarinnar, reikna með að WOW air sé farið frá Pittsburgh fyrir fullt og allt og en samskipti við forsvarsmenn WOW air hafi verið í lágmarki frá því að ákveðið var að hverfa frá flugi til flugvallarins. Þó segist hún gjarnan vilja fá WOW air aftur til flugvallarins, enda hafi flugið gengið vel.Skúli Mogensen. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég er vongóð um að þeir snúi aftur. Þetta gekk mjög vel og var mjög vinsælt,“ sagði Cassotis í viðtali við Post-Gazette sem segist þó skilja af hverju WOW air hafi þurft að draga saman seglinn. „Þeir þurftu að taka skýra taktíska ákvörðun í þágu fyrirtækisins en ég vona bara að það komi tíma þar sem þeir geti stækkað á ný og að við verðum ofarlega á blaði þegar sá tími kemur.“Viðræður við Indigo standa enn yfir Sem fyrr segir standa viðræður Indigo Partners og forráðamanna WOW air yfir. Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist.Þá hefur WOW air náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skúli sagði það vera mikilvægt skref í rétta átt fyrir flugfélagið. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30 Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Flugvallastjórn Allegheny-sýslu í Bandaríkjunum vill að WOW air endurgreiði niðurgreiðslur sem flugfélagið WOW air fékk fyrir samning um að fljúga til Pittsburgh í Bandaríkjunum til tveggja ára. Þá mun flugvallastjórnin rukka flugfélagið um lendingargjöld á flugvellinum, gjöld sem hefðu fallið niður hefði WOW air staðið við sinn hluta samningsins.Þetta kemur fram í frétt staðarblaðsins Pittsburgh Post-Gazette. WOW air hóf flug til Pittsburgh í júní árið 2017 og virðist hafa gert samning við flugvallastjórn Allegheny-sýslu, sem fer með forráð yfir alþjóðaflugvellinum í Pittsburgh. Í frétt Post-Gazette kemur fram að í skiptum fyrir beint flug til tveggja ára frá Íslandi til Pittsburgh hafi flugvallarstjórnin heitið því að veita flugfélaginu 800 þúsund dollara niðurgreiðslu, tæplega 100 milljónir króna, sem skipt yrði niður á samningstímann.Þá virðist einnig hafa verið samið um að lendingargjöld WOW air fyrir hið tveggja ára tímabil myndu falla niður, stæði WOW air við það að fljúga til Pittsburgh út samningstímabilið. Samningurinn átti að renna út í júní á þessu ári. WOW air hefur þó sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika og er nú í miðjum samningaviðræðum við Indigo Partners um aðkomu félagsins að íslenska flugfélaginu og innspýtingu fjárs. Í þeim viðræðum virðist felast endurskipulagning á leiðakerfi félagsins en WOW air hefur losað sig við flugvélar og fækkað áfangastöðum, ekki síst í Bandaríkjunum. Var flug WOW air til Pittsburgh eitt af fórnarlömbum endurskipulagningarinnar en síðasta flug WOW air frá Pittsburgh til Íslands var flogið 11. janúar síðastliðinn, að því er kemur fram í Post-Gazette.Vilja hátt í 70 milljónir króna frá WOW Forráðamenn flugvallastjórnarinnar í Allegheny-sýslu vilja því nú fá peningana sína aftur. Vilja þeir fá til baka 187.500 dollara, um 22 milljónir króna, sem félagið hafði þegar fengið vegna niðurgreiðslna á fluginu til og frá Pittsburgh. Þá vill flugvallastjórnin að WOW air greiði 377.922 dollara í lendingargjöld, um 45 milljónir króna, sem hefðu sem fyrr segir, fallið niður hefði flug WOW air til Pittsburgh enst út samningstímabilið.Í viðtali við Post-Gazette segir Cristina Cassotis, forstjóri flugvallastjórnarinnar, reikna með að WOW air sé farið frá Pittsburgh fyrir fullt og allt og en samskipti við forsvarsmenn WOW air hafi verið í lágmarki frá því að ákveðið var að hverfa frá flugi til flugvallarins. Þó segist hún gjarnan vilja fá WOW air aftur til flugvallarins, enda hafi flugið gengið vel.Skúli Mogensen. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég er vongóð um að þeir snúi aftur. Þetta gekk mjög vel og var mjög vinsælt,“ sagði Cassotis í viðtali við Post-Gazette sem segist þó skilja af hverju WOW air hafi þurft að draga saman seglinn. „Þeir þurftu að taka skýra taktíska ákvörðun í þágu fyrirtækisins en ég vona bara að það komi tíma þar sem þeir geti stækkað á ný og að við verðum ofarlega á blaði þegar sá tími kemur.“Viðræður við Indigo standa enn yfir Sem fyrr segir standa viðræður Indigo Partners og forráðamanna WOW air yfir. Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist.Þá hefur WOW air náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skúli sagði það vera mikilvægt skref í rétta átt fyrir flugfélagið.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30 Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30
Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58
Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43
WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32