WOW dregur saman seglin vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2018 10:32 Skúli Mogensen er stofnandi og eigandi WOW Air. Hann hafði mikla trú á bandarísku borgunum fjórunum þegar flugfélagið hóf reglulegt áætlunarflug í upphafi árs. vísir/getty Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur WOW í hyggju að hætta beinu flugi til borgarinnar St. Louis frá og með 7. janúar næstkomandi. Bandarískir miðlar greindu svo frá því nú í morgun að fleiri bandarískar borgir verði fjarlægðar úr leiðakerfi flugfélagsins, nánar tiltekið borgirnar Cincinnati og Cleveland sem báðar eru í Ohio-ríki. Eftirspurnin reyndist ekki næg. Ekki eru nema fimm mánuðir síðan WOW hóf reglulegt áætlunarflug til borganna. Auk St. Louis, Cincinnati og Cleveland hóf WOW einnig að fljúga til Detroit í upphafi árs en haft er eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, á vef USA Today að WOW hafi ekki í hyggju að hrófla við flugi til þessarar stærstu borgar Michigan-ríkis. Aðspurð um hvort til standi að gera einhverjar breytingar á áætlunarflugi WOW til JFK-flugvallar í New York eða til Dallas í Texas segir Svanhvít að engin hafi ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum.WOW mun ekki fljúga lengur til Cincinnati.Vísir/GETTYYfirlýsingar WOW um reglulegt áætlunarflug til St. Louis, Detroit, Cincinnati og Cleveland eru sagðar hafa markað fyrstu tilraunir evrópsks lággjaldaflugfélags til að hasla sér völl í miðríkjum Bandaríkjanna. Félögin höfðu áður nær alfarið lagt áherslu á stórborgir við sjávarsíðuna, borgir þar sem þegar var mikil eftirspurn eftir ódýrum flugferðum yfir hafið. Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins. Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. WOW tilkynnti þó í gær að félagið myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur WOW í hyggju að hætta beinu flugi til borgarinnar St. Louis frá og með 7. janúar næstkomandi. Bandarískir miðlar greindu svo frá því nú í morgun að fleiri bandarískar borgir verði fjarlægðar úr leiðakerfi flugfélagsins, nánar tiltekið borgirnar Cincinnati og Cleveland sem báðar eru í Ohio-ríki. Eftirspurnin reyndist ekki næg. Ekki eru nema fimm mánuðir síðan WOW hóf reglulegt áætlunarflug til borganna. Auk St. Louis, Cincinnati og Cleveland hóf WOW einnig að fljúga til Detroit í upphafi árs en haft er eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, á vef USA Today að WOW hafi ekki í hyggju að hrófla við flugi til þessarar stærstu borgar Michigan-ríkis. Aðspurð um hvort til standi að gera einhverjar breytingar á áætlunarflugi WOW til JFK-flugvallar í New York eða til Dallas í Texas segir Svanhvít að engin hafi ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum.WOW mun ekki fljúga lengur til Cincinnati.Vísir/GETTYYfirlýsingar WOW um reglulegt áætlunarflug til St. Louis, Detroit, Cincinnati og Cleveland eru sagðar hafa markað fyrstu tilraunir evrópsks lággjaldaflugfélags til að hasla sér völl í miðríkjum Bandaríkjanna. Félögin höfðu áður nær alfarið lagt áherslu á stórborgir við sjávarsíðuna, borgir þar sem þegar var mikil eftirspurn eftir ódýrum flugferðum yfir hafið. Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins. Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. WOW tilkynnti þó í gær að félagið myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30