Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 22:49 Schumer (t.v.) og McConnell (t.h.), leiðtogar demókrata og repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/EPA Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23