Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2019 22:40 Aðstæður við leitina voru erfiðar. Bæði vegna veðurs og myrkurs. Kristinn Ólafsson Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42
Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00
Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01