Náinn bandamaður Trump handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 11:36 Roger Stone. Getty/Alex Wong Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. Hann hefur verið ákærður í sjö liðum fyrir að standa í vegi réttvísinnar, að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrir að hafa áhrif á vitni. Mál Stone fór fyrir svokallaðan ákærudómstól. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd ríkir um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi og var ákæran ekki opinberuð fyrr en Stone hafði verið handtekinn. Ákæruna má sjá hér á vef Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Meðal annars snýr ákæran að því að Roger Stone hafi sagt starfsmönnum framboðs Trump frá því að Wikileaks ætlaði að birta upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, áður en það var opinbert að samtökin ætluðu að birta tölvupósta sem rússneskir útsendarar stálu úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.CNN hefur birt myndband af því þegar Stone var handtekinn á heimili sínu í Fort Lauderdale."FBI. Open the door.” Watch exclusive CNN footage of the FBI arresting longtime Trump associate Roger Stone. Stone has been indicted by a grand jury on charges brought by special counsel Robert Mueller. https://t.co/ZQCuuxLHAGpic.twitter.com/moQwNndB91 — CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Stone hefur unnið sem pólitískur ráðgjafi í Bandaríkjunum í áratugi. Hann starfaði innan framboðs Trump þar til í ágúst 2015 en var í nánum samskiptum við framboðið eftir það. Í ágúst 2016 er Stone sagður hafa sagt frá því opinberlega og í samskiptum við vini sína að hann væri í samskiptum við Wikileaks, þar til samtökin sögðust ekki hafa verið í samskiptum við hann. Eftir það sagði Stone að umrædd samskipti hefðu farið í gegnum millilið. Hann var spurður út í málið af minnst tveimur þingnefndum og rannsakendum FBI. Í ákærunni segir að hann hafi ítrekað logið til um samskipti sín við Wikileaks og sagt að hann byggi ekki yfir gögnum um þessi samskipti. Þá á hann að hafa reynt að fá vitni til að segja rannsakendum ósatt. Um er að ræða útvarpsþáttastjórnandann Randy Credico sem er sagður hafa verið í samskiptum við Julian Assange árið 2016.Stone sagði háttsettum starfsmönnum framboðs Trump frá því í júní og júlí 2016 að Wikileaks ætluðu að birta upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að fyrstu póstarnir voru birtir þann 22. júlí það ár ræddu starfsmenn framboðsins við Stone um hvaða upplýsingar yrðu birtar í framhaldi af því. Þá sendi Stone tölvupóst á ónafngreindan mann og bað hann um að komast að því hvað Wikileaks ætluðu að birta til viðbótar.Ónafngreindi maðurinn, sem sagður er vera stjórnmálaskýrandi sem starfað hafi fyrir vefmiðil, áframsendi póst Stone til félaga síns í Bretlandi, sem er ekki nafngreindur en er sagður hafa verið stuðningsmaður Trump. Stjórnmálaskýrandinn svaraði Stone seinna meir og sagði að „vinurinn í sendiráðinu hefði undirbúið tvær birtingar til viðbótar“. Eina í ágúst og eina í október og þær væru skipulagðar með þeim hætti að þær myndu „valda miklum skaða“, væntanlega á framboði Clinton. Hann skrifaði enn fremur að upplýsingar sem Wikileaks ætlaði að birta kæmu niður á góðgerðasamtökum Hillary og Bill Clinton, The Clinton Foundation. Í kjölfar þess sagðist Stone opinberlega hafa átt í samskiptum við Julian Assange og hann teldi að frekari gögn frá Wikileaks myndu snúa að áðurnefndum góðgerðasamtökum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. Hann hefur verið ákærður í sjö liðum fyrir að standa í vegi réttvísinnar, að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrir að hafa áhrif á vitni. Mál Stone fór fyrir svokallaðan ákærudómstól. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd ríkir um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi og var ákæran ekki opinberuð fyrr en Stone hafði verið handtekinn. Ákæruna má sjá hér á vef Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Meðal annars snýr ákæran að því að Roger Stone hafi sagt starfsmönnum framboðs Trump frá því að Wikileaks ætlaði að birta upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, áður en það var opinbert að samtökin ætluðu að birta tölvupósta sem rússneskir útsendarar stálu úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.CNN hefur birt myndband af því þegar Stone var handtekinn á heimili sínu í Fort Lauderdale."FBI. Open the door.” Watch exclusive CNN footage of the FBI arresting longtime Trump associate Roger Stone. Stone has been indicted by a grand jury on charges brought by special counsel Robert Mueller. https://t.co/ZQCuuxLHAGpic.twitter.com/moQwNndB91 — CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Stone hefur unnið sem pólitískur ráðgjafi í Bandaríkjunum í áratugi. Hann starfaði innan framboðs Trump þar til í ágúst 2015 en var í nánum samskiptum við framboðið eftir það. Í ágúst 2016 er Stone sagður hafa sagt frá því opinberlega og í samskiptum við vini sína að hann væri í samskiptum við Wikileaks, þar til samtökin sögðust ekki hafa verið í samskiptum við hann. Eftir það sagði Stone að umrædd samskipti hefðu farið í gegnum millilið. Hann var spurður út í málið af minnst tveimur þingnefndum og rannsakendum FBI. Í ákærunni segir að hann hafi ítrekað logið til um samskipti sín við Wikileaks og sagt að hann byggi ekki yfir gögnum um þessi samskipti. Þá á hann að hafa reynt að fá vitni til að segja rannsakendum ósatt. Um er að ræða útvarpsþáttastjórnandann Randy Credico sem er sagður hafa verið í samskiptum við Julian Assange árið 2016.Stone sagði háttsettum starfsmönnum framboðs Trump frá því í júní og júlí 2016 að Wikileaks ætluðu að birta upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að fyrstu póstarnir voru birtir þann 22. júlí það ár ræddu starfsmenn framboðsins við Stone um hvaða upplýsingar yrðu birtar í framhaldi af því. Þá sendi Stone tölvupóst á ónafngreindan mann og bað hann um að komast að því hvað Wikileaks ætluðu að birta til viðbótar.Ónafngreindi maðurinn, sem sagður er vera stjórnmálaskýrandi sem starfað hafi fyrir vefmiðil, áframsendi póst Stone til félaga síns í Bretlandi, sem er ekki nafngreindur en er sagður hafa verið stuðningsmaður Trump. Stjórnmálaskýrandinn svaraði Stone seinna meir og sagði að „vinurinn í sendiráðinu hefði undirbúið tvær birtingar til viðbótar“. Eina í ágúst og eina í október og þær væru skipulagðar með þeim hætti að þær myndu „valda miklum skaða“, væntanlega á framboði Clinton. Hann skrifaði enn fremur að upplýsingar sem Wikileaks ætlaði að birta kæmu niður á góðgerðasamtökum Hillary og Bill Clinton, The Clinton Foundation. Í kjölfar þess sagðist Stone opinberlega hafa átt í samskiptum við Julian Assange og hann teldi að frekari gögn frá Wikileaks myndu snúa að áðurnefndum góðgerðasamtökum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira