Útilokar ekki að vinna með saksóknara Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Roger Stone á föstudaginn. Vísir/Getty Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. Stone útilokaði ekki að vera samvinnufús og aðstoða Mueller við að svipta hulunni af hinum meintu samskiptum við stjórnvöld í Moskvu. „Ef það var einhver glæpur framinn af fólki sem starfaði fyrir framboðið [...] þá mun ég sannarlega vitna um það af heilindum,“ sagði Stone í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Stone, sem er 66 ára, var handtekinn á föstudaginn fyrir helgi og er meðal annars gefið að sök að hafa hindrað framgang réttvísinnar og reynt að hafa áhrif á framburð vitna í tengslum við rannsókn Muellers. Í ákærunni kemur hvergi fram að Stone sé grunaður um að hafa haft bein samskipti við rússnesk yfirvöld. Hins vegar kemur þar fram að Stone hafi rætt við háttsetta stjórnendur í teymi Trumps um WikiLeaks og gögn frá uppljóstrunarsamtökunum sem voru sögð skaðleg fyrir framboðs Hillarys Clinton, mótframbjóðanda Trumps. Í viðtalinu sagði Stone að það hefði aldrei komið til tals milli hans og Trumps að hann yrði náðaður ef allt færi á versta veg og sagði þá aldrei hafa rætt um WikiLeaks eða stofnanda samtakanna, Julian Assange. Stone segist vera saklaus af ásökunum Muellers og hyggst sanna sakleysi sitt fyrir dómstólum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone Roger Stone var handtekinn í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller. 27. janúar 2019 14:15 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. Stone útilokaði ekki að vera samvinnufús og aðstoða Mueller við að svipta hulunni af hinum meintu samskiptum við stjórnvöld í Moskvu. „Ef það var einhver glæpur framinn af fólki sem starfaði fyrir framboðið [...] þá mun ég sannarlega vitna um það af heilindum,“ sagði Stone í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Stone, sem er 66 ára, var handtekinn á föstudaginn fyrir helgi og er meðal annars gefið að sök að hafa hindrað framgang réttvísinnar og reynt að hafa áhrif á framburð vitna í tengslum við rannsókn Muellers. Í ákærunni kemur hvergi fram að Stone sé grunaður um að hafa haft bein samskipti við rússnesk yfirvöld. Hins vegar kemur þar fram að Stone hafi rætt við háttsetta stjórnendur í teymi Trumps um WikiLeaks og gögn frá uppljóstrunarsamtökunum sem voru sögð skaðleg fyrir framboðs Hillarys Clinton, mótframbjóðanda Trumps. Í viðtalinu sagði Stone að það hefði aldrei komið til tals milli hans og Trumps að hann yrði náðaður ef allt færi á versta veg og sagði þá aldrei hafa rætt um WikiLeaks eða stofnanda samtakanna, Julian Assange. Stone segist vera saklaus af ásökunum Muellers og hyggst sanna sakleysi sitt fyrir dómstólum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone Roger Stone var handtekinn í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller. 27. janúar 2019 14:15 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone Roger Stone var handtekinn í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller. 27. janúar 2019 14:15
Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30