Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2019 11:06 Alda Karen Hjaltalín flutti fyrirlestur fyrir fullri Eldborg í fyrra. Næsti fyrirlestur er á dagskrá nú í janúar en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um andleg veikindi. FBL/Ernir Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari segir fjölda fólks, þar af bæði fagfólk úr heilbrigðisgeiranum og aðstandendur fórnarlamba sjálfsvíga, hafa haft samband og lýst yfir stuðningi við sig síðustu daga. Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. Ummælin voru höfð eftir Öldu Karen í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 á mánudag þar sem hún sagði frá væntanlegum fyrirlestri sínum í Laugardalshöll. Hún lýsti því jafnframt yfir að sjálfsvíg væri „stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið“ og það væri leiðinlegt því að „lausnin“ væri einföld. „Það er bara setningin „þú ert nóg“.“ Alda Karen svaraði fyrir ummælin í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi og sagði þau hafa verið klaufaleg. Hún ítrekaði að hún hefði hlaupið á sig í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Ég kem þessu náttúrulega mjög klaufalega frá mér þarna á Stöð 2, að bendla sjálfsvígshugsanir við þetta beint. Þetta var náttúrulega fyrst og fremst meint [þannig] að „ég er nóg“ er minn helsti drifkraftur í lífinu sem ég nefndi náttúrulega í viðtölum á undan,“ sagði Alda Karen.Alda Karen og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur voru gestir Einars Þorsteinssonar í Kastljósinu í gærkvöldi.RÚVÞakka henni fyrir að hjálpa fólki Faglært heilbrigðisstarfsfólk hefur margt gagnrýnt ummæli Öldu Karenar. Þannig gerði Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur alvarlegar athugasemdir við það í Kastljósi að Alda Karen byði fólki upp á „lífslausnir“ gegn greiðslu. Þá sagði Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri fólgin í því að segja „þú ert nóg“ við manneskju með sjálfsvígshugsanir. Alda Karen kvaðst skilja þessa gagnrýni fagfólks. Margir í þeim hópi hafi þó haft samband við hana og lýst yfir stuðningi við málflutning hennar. „Já, algjörlega ég skildi þessa gagnrýni mjög vel. Og fagfólk, einmitt, sem kom sér í samband við mig og reyndar tók þessum orðum ekki þannig, margir. En sumir sem gerðu það og voru kannski hvað háværastir tóku þessu náttúrulega inn á sig líka.“ Hún sagðist jafnframt hafa nýtt sér „lífslykla“ sína til að standa af sér gagnrýnina. Stuðningur úr samfélaginu hafi þó reynst henni best í þeim efnum. „En það sem hjálpar mér rosalega mikið er að ég er örugglega búin að fá yfir þúsund skilaboð, bæði í gær og í fyrradag, frá fólki sem stendur með mér og er bara þvílíkt jákvætt. Bæði frá fagfólki og frá aðstandendum fórnarlamba sjálfsvíga, og [þeir] eru bara: þú ert greinilega að hjálpa fólki og takk kærlega fyrir það.“Skilyrði við miðakaupin.Trúnaður ríkir um „upplifunina“ Alda Karen heldur fyrirlestur sinn í Laugardalshöll þann 18. janúar næstkomandi. Þar hyggst hún svara „spurningum um lífið og heilann“ og fara yfir ýmis málefni sem varða „sjálfsvinnu og að ná hröðum árangri“, að því er fram kemur á miðasölusíðu viðburðarins, en í Bítinu kom fram að fyrirlesturinn væri stílaður inn á ungt fólk. Þá kemur fram á vefsíðunni að boðið verði upp á tissjú fyrir þá sem munu annað hvort gráta úr hlátri eða vegna „yfirþyrmandi tilfinningaflóðs“. Einnig er fyrirlesturinn ýmsum skilyrðum háður en ekki er leyfilegt að hafa síma meðferðis á meðan upplifuninni stendur. Þá ríkir trúnaður um það sem fram fer í Laugardalshöll: „Allir áhorfendur eru skuldbundir að gæta fyllsta trúnaðar varðandi upplifunina sem fer fram á viðburðinum.“Viðtalið við Öldu Karen í Bítinu má hlusta á í heild hér að neðan. Heilbrigðismál Ísland í dag Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari segir fjölda fólks, þar af bæði fagfólk úr heilbrigðisgeiranum og aðstandendur fórnarlamba sjálfsvíga, hafa haft samband og lýst yfir stuðningi við sig síðustu daga. Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. Ummælin voru höfð eftir Öldu Karen í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 á mánudag þar sem hún sagði frá væntanlegum fyrirlestri sínum í Laugardalshöll. Hún lýsti því jafnframt yfir að sjálfsvíg væri „stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið“ og það væri leiðinlegt því að „lausnin“ væri einföld. „Það er bara setningin „þú ert nóg“.“ Alda Karen svaraði fyrir ummælin í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi og sagði þau hafa verið klaufaleg. Hún ítrekaði að hún hefði hlaupið á sig í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Ég kem þessu náttúrulega mjög klaufalega frá mér þarna á Stöð 2, að bendla sjálfsvígshugsanir við þetta beint. Þetta var náttúrulega fyrst og fremst meint [þannig] að „ég er nóg“ er minn helsti drifkraftur í lífinu sem ég nefndi náttúrulega í viðtölum á undan,“ sagði Alda Karen.Alda Karen og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur voru gestir Einars Þorsteinssonar í Kastljósinu í gærkvöldi.RÚVÞakka henni fyrir að hjálpa fólki Faglært heilbrigðisstarfsfólk hefur margt gagnrýnt ummæli Öldu Karenar. Þannig gerði Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur alvarlegar athugasemdir við það í Kastljósi að Alda Karen byði fólki upp á „lífslausnir“ gegn greiðslu. Þá sagði Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri fólgin í því að segja „þú ert nóg“ við manneskju með sjálfsvígshugsanir. Alda Karen kvaðst skilja þessa gagnrýni fagfólks. Margir í þeim hópi hafi þó haft samband við hana og lýst yfir stuðningi við málflutning hennar. „Já, algjörlega ég skildi þessa gagnrýni mjög vel. Og fagfólk, einmitt, sem kom sér í samband við mig og reyndar tók þessum orðum ekki þannig, margir. En sumir sem gerðu það og voru kannski hvað háværastir tóku þessu náttúrulega inn á sig líka.“ Hún sagðist jafnframt hafa nýtt sér „lífslykla“ sína til að standa af sér gagnrýnina. Stuðningur úr samfélaginu hafi þó reynst henni best í þeim efnum. „En það sem hjálpar mér rosalega mikið er að ég er örugglega búin að fá yfir þúsund skilaboð, bæði í gær og í fyrradag, frá fólki sem stendur með mér og er bara þvílíkt jákvætt. Bæði frá fagfólki og frá aðstandendum fórnarlamba sjálfsvíga, og [þeir] eru bara: þú ert greinilega að hjálpa fólki og takk kærlega fyrir það.“Skilyrði við miðakaupin.Trúnaður ríkir um „upplifunina“ Alda Karen heldur fyrirlestur sinn í Laugardalshöll þann 18. janúar næstkomandi. Þar hyggst hún svara „spurningum um lífið og heilann“ og fara yfir ýmis málefni sem varða „sjálfsvinnu og að ná hröðum árangri“, að því er fram kemur á miðasölusíðu viðburðarins, en í Bítinu kom fram að fyrirlesturinn væri stílaður inn á ungt fólk. Þá kemur fram á vefsíðunni að boðið verði upp á tissjú fyrir þá sem munu annað hvort gráta úr hlátri eða vegna „yfirþyrmandi tilfinningaflóðs“. Einnig er fyrirlesturinn ýmsum skilyrðum háður en ekki er leyfilegt að hafa síma meðferðis á meðan upplifuninni stendur. Þá ríkir trúnaður um það sem fram fer í Laugardalshöll: „Allir áhorfendur eru skuldbundir að gæta fyllsta trúnaðar varðandi upplifunina sem fer fram á viðburðinum.“Viðtalið við Öldu Karen í Bítinu má hlusta á í heild hér að neðan.
Heilbrigðismál Ísland í dag Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42
Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30
„Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00