Skrifaðu veggjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar 17. janúar 2019 07:00 „Skrifaðu flugvöll“, er þekktur frasi sem gjarnan er nefndur sem dæmi um vinsældakaup og óraunsæi stjórnmálamanna. Á síðustu vikum hefur lifnað ný útgáfa af frasanum; skrifaðu veggjöld. Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem fyrir nokkrum mánuðum var kynnt sem fullfjármögnuð stórsókn í samgöngumálum með ítarlegri forgangsröðun var sett í öndunarvél á dögunum fyrir jól. Lífsvonin virðist fólgin í risalántöku sem á svo að greiða með viðbótarskattlagningu í formi veggjalda. Í grófum dráttum felur hugmyndin í sér að lögð verði veggjöld á allar stofnbrautir sem tengjast höfuðborgarsvæðinu til að tryggja framkvæmdir þar. Það fjármagn sem var tilgreint í þessar sömu framkvæmdir í hinni löskuðu samgönguáætlun er tekið út og nýtt í framkvæmdir víða um land. Ef marka má viðbrögð sveitarstjórnarmanna af landsbyggðinni sbr. fréttir Stöðvar 2 í vikunni, eru þeir eðlilega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi vegabætur sem þessi tilfærsla gæti fjármagnað. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkisstjórnin hyggst færa fjármagn til vegaframkvæmda út úr samgönguáætlun og yfir í veggjöld eru eðlilega ekki jafnkátir. Þess utan er ekkert í nýjum tillögum um að ríkið skuldbindi sig til að tryggja fjármögnun á Borgarlínu. Bara eitthvað óljóst um að það eigi eftir að finna fjármagn. Og þeir sem hefðu haldið að svona róttækum breytingum fylgdu almennt skýrar áherslur í almenningssamgöngum eða umhverfismálum koma að tómum kofanum. Það var svo ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin gerði mikið úr því að hafa lagt fram full fjármagnaða samgönguáætlun í haust. Samkvæmt lögum um opinber fjármál frá 2016 vinna stjórnvöld nú eftir fjármálastefnu og fjármálaáætlun til viðbótar við fjárlög. Markmiðið er m.a. að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn? Má þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Skrifaðu flugvöll“, er þekktur frasi sem gjarnan er nefndur sem dæmi um vinsældakaup og óraunsæi stjórnmálamanna. Á síðustu vikum hefur lifnað ný útgáfa af frasanum; skrifaðu veggjöld. Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem fyrir nokkrum mánuðum var kynnt sem fullfjármögnuð stórsókn í samgöngumálum með ítarlegri forgangsröðun var sett í öndunarvél á dögunum fyrir jól. Lífsvonin virðist fólgin í risalántöku sem á svo að greiða með viðbótarskattlagningu í formi veggjalda. Í grófum dráttum felur hugmyndin í sér að lögð verði veggjöld á allar stofnbrautir sem tengjast höfuðborgarsvæðinu til að tryggja framkvæmdir þar. Það fjármagn sem var tilgreint í þessar sömu framkvæmdir í hinni löskuðu samgönguáætlun er tekið út og nýtt í framkvæmdir víða um land. Ef marka má viðbrögð sveitarstjórnarmanna af landsbyggðinni sbr. fréttir Stöðvar 2 í vikunni, eru þeir eðlilega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi vegabætur sem þessi tilfærsla gæti fjármagnað. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkisstjórnin hyggst færa fjármagn til vegaframkvæmda út úr samgönguáætlun og yfir í veggjöld eru eðlilega ekki jafnkátir. Þess utan er ekkert í nýjum tillögum um að ríkið skuldbindi sig til að tryggja fjármögnun á Borgarlínu. Bara eitthvað óljóst um að það eigi eftir að finna fjármagn. Og þeir sem hefðu haldið að svona róttækum breytingum fylgdu almennt skýrar áherslur í almenningssamgöngum eða umhverfismálum koma að tómum kofanum. Það var svo ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin gerði mikið úr því að hafa lagt fram full fjármagnaða samgönguáætlun í haust. Samkvæmt lögum um opinber fjármál frá 2016 vinna stjórnvöld nú eftir fjármálastefnu og fjármálaáætlun til viðbótar við fjárlög. Markmiðið er m.a. að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn? Má þetta?
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun