Fyrirsæta sem sagðist geta varpað ljósi á tengsl Trump við Moskvu handtekin Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 22:09 Anastasia Vashukevich var vísað frá Taílandi í morgun. AP/Sakchai Lalit Fyrirsætan, Anastasia Vashukevich, var handtekin nánast um leið og hún lenti í Moskvu í dag eftir að hafa komið frá Taílandi. Hún hafði setið í fangelsi í Taílandi í sex mánuði fyrir vændi og svik. Hún var í hópi rússneskra aðila sem voru handteknir í Taílandi fyrir að halda „kynlífsnámskeið“ fyrir rússneska ferðamenn. Fjöldi blaðamanna biðu eftir henni á flugvellinum í Moskvu en hún var handtekin áður en hún fékk tækifæri á því að ræða við þá. Samkvæmt Washington Post stendur til að ákæra Vashukevich og þrjá aðra fyrir að laða annað fólk í vændi og gætu þau verið dæmd í allt að sex ára fangelsi.Eiginmaður hennar segir þessar ásakanir vera tilbúnar og enginn fótur sé fyrir þeim. Alex Kirillov, sem er nokkurs konar leiðtogi fólksins sem handtekið var í Taílandi, gaf í skyn í dag að yfirvöld Rússlands hefðu mútað Taílendingum til að handataka þau.Meðlimir hópsins játuðu í Taílandi í morgun og var þeim samstundis gert að yfirgefa landið. Rússneski aðgerðasinninn Alexei Navalny vakti athygli á Vashukevich í fyrra þegar hann dró Instagram myndbönd hennar frá 2016 í dagsljósið. Myndböndin voru tekin af henni um borð í snekkju með auðjöfrinum Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Á myndbandinu heyrðust þeir tala saman um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hótaði ríkisstjórn Vladimir Pútín að loka á Youtube og Instagram í Rússlandi.Sjá einnig: Rússar hóta að loka Youtube og InstagramDeripaska starfaði á árum áður með Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. Hann var beittur viðskiptaþvingunum af Bandaríkjunum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum en Repúblikanar felldu þær þvinganir að hluta til úr gildi í gær.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinSkömmu eftir að Navalny birti myndband sitt var Vashukevich handtekin í Taílandi. Hún biðlaði til yfirvalda í Bandaríkjunum um hjálp og sagðist geta varpað ljósi á meint samstarf framboðs Trump og yfirvalda Rússlands. Síðan þá hefur þó ekkert komið fram til að styðja mál hennar. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fyrirsætan, Anastasia Vashukevich, var handtekin nánast um leið og hún lenti í Moskvu í dag eftir að hafa komið frá Taílandi. Hún hafði setið í fangelsi í Taílandi í sex mánuði fyrir vændi og svik. Hún var í hópi rússneskra aðila sem voru handteknir í Taílandi fyrir að halda „kynlífsnámskeið“ fyrir rússneska ferðamenn. Fjöldi blaðamanna biðu eftir henni á flugvellinum í Moskvu en hún var handtekin áður en hún fékk tækifæri á því að ræða við þá. Samkvæmt Washington Post stendur til að ákæra Vashukevich og þrjá aðra fyrir að laða annað fólk í vændi og gætu þau verið dæmd í allt að sex ára fangelsi.Eiginmaður hennar segir þessar ásakanir vera tilbúnar og enginn fótur sé fyrir þeim. Alex Kirillov, sem er nokkurs konar leiðtogi fólksins sem handtekið var í Taílandi, gaf í skyn í dag að yfirvöld Rússlands hefðu mútað Taílendingum til að handataka þau.Meðlimir hópsins játuðu í Taílandi í morgun og var þeim samstundis gert að yfirgefa landið. Rússneski aðgerðasinninn Alexei Navalny vakti athygli á Vashukevich í fyrra þegar hann dró Instagram myndbönd hennar frá 2016 í dagsljósið. Myndböndin voru tekin af henni um borð í snekkju með auðjöfrinum Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Á myndbandinu heyrðust þeir tala saman um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hótaði ríkisstjórn Vladimir Pútín að loka á Youtube og Instagram í Rússlandi.Sjá einnig: Rússar hóta að loka Youtube og InstagramDeripaska starfaði á árum áður með Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. Hann var beittur viðskiptaþvingunum af Bandaríkjunum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum en Repúblikanar felldu þær þvinganir að hluta til úr gildi í gær.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinSkömmu eftir að Navalny birti myndband sitt var Vashukevich handtekin í Taílandi. Hún biðlaði til yfirvalda í Bandaríkjunum um hjálp og sagðist geta varpað ljósi á meint samstarf framboðs Trump og yfirvalda Rússlands. Síðan þá hefur þó ekkert komið fram til að styðja mál hennar.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira